Fréttir 201303.09 2013

Réttir 2013

RéttirLangar þig að fara í réttir í haust? Hér má finna lista Bændasamtakanna yfir helstu fjár - og stóðréttir á landinu á komandi vikum, þar á meðal sérstakur listi yfir réttir í Landnámi Ingólfs sem stutt er að fara í fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Við minnum á okkar ferðaþjónustubæi sem eru margir hverjir vel staðsettir fyrir réttir. Það er tilvalið að gera sér haustferð í sveitina og upplifa þennan þjóðlega viðburð!
 
Skoða lista yfir réttir 2013.
28.08 2013

Nýir félagar: Hraunmörk og Árbakki

Hraunmörk sumarhúsTveir nýir félagar bættust nýlega við flóruna innan Ferðaþjónustu bænda; Hraunmörk og Árbakki. Báðir félagar bjóða gistingu í sumarhúsum á frábærum stöðum á Suðurlandi.
 
Hraunmörk er vel útbúið og nútímalegt sumarhús í umhverfi hrauns og mosa, skammt frá Selfossi. 
Árbakki er notalegt sumarhús staðsett á gróðursælum stað á bökkum Brúarár í Biskupstungum.  

Sjá lista yfir alla nýja félaga á árinu 2013 og alla bæi innan Ferðaþjónustu bænda.
15.08 2013

Í berjamó með Ferðaþjónustu bænda

Í berjamóHið árlega tímabil berjatínslu er að hefjast. Samkvæmt Þorvaldi Pálmasyni, áhugamanni um ber, lítur berjasprettan vel út á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi í ár en síður sunnan - og vestanlands vegna veðurfarsins undanfarið.
 
Margir ferðaþjónustubændur búa yfir góðu berjalandi - hvernig væri að gera vel sig í gistingu, mat og afþreyingu nú síðsumars og fara um leið í berjamó? Sjá hér lista yfir bæi innan Ferðaþjónustu bænda.
 
Við mælum einnig með síðunni Berjavinir.com sem Þorvaldur heldur úti og sem inniheldur fréttir af berjasprettu á mismunandi landsvæðum, leiðbeiningar um sultugerð, uppskriftir og fleira. Góða skemmtun!