Ábyrg ferðaþjónustaÁbyrg ferðaþjónusta

Hey Iceland tekur virkan þátt í mótun og þróun íslenskrar ferðaþjónustu Hey Iceland tekur virkan þátt í ábyrgri ferðaþjónustuog viðurkennir skyldur sínar og ábyrgð þegar kemur að því að leita framþróunar og lausna. Þess vegna leggjum við okkar af mörkum til þess að lágmarka þau áhrif sem við höfum á umhverfið og eigum í nánu samstarfi við aðra ferðaþjónustuaðila, félaga okkar, starfsmenn og samstarfsaðila.

Þegar þú velur Hey Iceland ýtir þú undir innlendan atvinnurekstur. Fyrirtækið var stofnað af bændum í Félagi ferðaþjónustubænda árið 1991 og er það enn í meirihlutaeigu félagsmanna, sem tryggir að hagnaður skilar sér aftur heim í hérað.

Kynntu þér sjálfbærnisstefnu Hey Iceland 


Hey Iceland í Vakanum

VAKINN baedi.jpg

Hey Iceland er þátttakandi í gæða- og umhverfiskerfinu Vakinn sem veitir íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum aðhald með árlegri úttekt og stuðningi við að auka gæði og fagmennsku innan greinarinnar.  Hey Iceland byggir á traustum grunni fyrirtækisins Ferðaþjónustu bænda hf. og með þátttöku í Vakanum vill starfsfólkið axla ábyrgð við að byggja upp heilbrigða ferðaþjónustu með langtímasjónarmið í huga.  Það er yfirlýst markmið Félags ferðaþjónustubænda að allir félagar gangi til liðs við Vakann á næstu misserum sem miðar að því að við stígum öll samstíga inn í framtíðina með ábyrga ferðaþjónustu að leiðarljósi.  Gæðakerfi Vakans mun koma í staðinn fyrir gæðakerfi Ferðaþjónustu bænda sem hefur þjónað sínum tilgangi vel í gegnum tíðina en nú þegar Vakinn er kominn til sögunnar er vert að taka næsta skref sem hjálpar okkur öllum að gera enn betur á sviði gæða- og umhverfismála.

Félagar sem eru þátttakendur í Vakanum

Siðareglur Vakans


Samvinnuverkefni um Ábyrga ferðaþjónustu

Í upphafi árs 2017 skrifaði Ferðaþjónustu bænda hf. undir  Ferðaþjónusta bænda/Hey Iceland skrifar undir viljayfirlýsingu um ábyrga Ferðaþjónusta viljayfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu en markmið verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður fyrir ferðamenn.

Ábyrg ferðaþjónusta er hvatningarverkefni um að fyrirtæki tengd ferðaþjónustu sammælist um skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu. Forsvarsmenn yfir 100 fyrirtækja undirrituðu yfirlýsingu um þátttöku í verkefninu en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er verndari þess.

Með ábyrgri ferðaþjónustu er átt við að fyrirtækin lágmarki þau neikvæðu áhrif sem starfsemi þeirra kannhafa á umhverfið og samfélagið.

Við undirritun yfirlýsingarinnar samþykkti Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri, fyrir hönd Ferðaþjónustu bænda að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu með því að:

  • Ganga vel um og virða náttúruna
  • Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi
  • Virða réttindi starfsfólks
  • Hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið

Það er Festa – miðstöð um samfélagslegaábyrgð og Íslenski ferðaklasinn sem standa að verkefninu í samstarfi við Ferðamálastofu, SAF, Íslandsstofu, Stjórnstöð ferðmála, Markaðsstofur landshlutanna, Höfuðborgarstofu og Safetravel.

Ábyrg ferðaþjónusta - mynd FESTA.jpg

Mynd: Festa - Samfélagsábyrgð fyrirtækja