Hleðsla í hlaðiSamstarfsverkefnið Hleðsla í hlaði Hledsla.jpg

Tækifærin leynast víða til aðgerða í umhverfismálum og með samstarfsverkefninu Hleðsla í hlaði leggja Hey Iceland, Bændasamtök Íslands og Orkusetrið sitt af mörkum við að bæta lífsgæði og vernda náttúruna fyrir komandi kynslóðir.

Aðalmarkmið er að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla í sveitum landsins. Þéttara net hleðslustöðva hvetur til aukinna rafbílanotkunar og stuðlar að umhverfisvænni samgöngum.

Hey Iceland gisting sem býður upp á hleðslu í hlaði

Mörg okkar störfum í ferðaþjónustu og þar spila samgöngur lykilhlutverki. Það er því nærri lagi að beina sjónum að því hvernig við getum stuðlað að því að gera ferðalagið á milli staða umhverfisvænna. Rafbílavæðingin hér á landi hefur verið lengi í umræðunni sem mikilvægt framlag til að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær rafbílavæðingin hefst af fullum krafti og því mikilvægt að við undirbúum farveginn fyrir þessa breytingu sem lið í aukinni þjónustu við gesti, sem og sýnum gott fordæmi með því að taka þátt í að styðja við aukna notkun rafbíla á landsvísu.

Í samstarfi við Orkusetur Ísland og Bændasamtökin er hugmyndin að byggja upp þjónustunet á meðal bænda og styrkja þannig innviði fyrir notkun rafbíla úti á landsbyggðinni. Markmið verkefnisins er að bæta aðgengi rafbílaeigenda að rafmagni þannig að þeir geti keyrt áhyggjulausir um landið án mengandi útblásturs. Á sama tíma verða rafbílar þá enn betri fjárfesting í huga fólks þegar kemur að bílakaupum eða þegar ferðamaðurinn keyrir um landið á bílaleigubíl með góðri samvisku.

Hleðsla í hlaði - samstarfsaðilar logo.jpg

Af hverju er viljum við ráðast í þetta verkefni?

 • Byggja upp og þétta innviði fyrir rafbíla á landsvísu
 • Gera hreina rafbíla að raunhæfum kosti á landsvísu
 • Draga fram mikilvægi dreifðrar byggða
 • Minnka olíunotkun og útblástur í samgöngum
 • Aukin þjónusta ferðaþjónustubænda
 • Tækifæri fyrir ferðaþjónustubændur til að laða til sín fleiri viðskiptavini

 
Tvíþættur ávinningur:

 • Aukin þjónusta við gestina. Ferðalangurinn kaupir þjónustu hjá ferðaþjónustubóndanum; áfyllingu á rafbíl, gistingu, veitingar og/eða afþreyingu.
 • Aukið öryggi og hugarró fyrir rafbílaeigandann, vitandi af því að hann getur ekið lengri vegalengdir á rafmagni með viðkomu á bændastöðvum eða stærri hleðslustöðvum.

 
Samstarf um ráðgjöf og sölu á hleðslulausnum:
Fulltrúar verkefnisins hafa gert samstarfssamning við fyrirtækið Hleðsla ehf um ráðgjöf og sölu á hleðslulausnum sem ættu að henta vel félagsmönnum Hey Iceland og Bændasamtaka Íslands.

Framkvæmd – sýnileiki:

 • Hugmyndin er að þátttakendur fá merki/skilti til að setja upp við staðinn/veginn (merkingar í samráði við verkefnastjórn)
 • Staðirnir verða settir inn á kort sem sýnir net hleðslustöðva um allt land
 • Upplýsingar um hleðslustaði innan Hey Iceland verður gerð skil inni á vef www.heyiceland.is, bæði á bæjarsíðu en einnig á sérstakri lendingarsíðu um verkefnið.
  Þetta er spennandi verkefni og vonandi að þið takið þessu verkefni fagnandi með okkur.

Netföng/tengiliður við verkefnið:

Hleðsla í hlaði - hleðslustöðvar í boði           Staðsetning 
   Bjarteyjarsandur í Hvalfirði  Vesturland
   Geitfjársetrið Háafelli í Borgarfirði  Vesturland
   Ræktunarstöðin Lágafell v/Vegamót Vesturland
   Hraunsnef í Norðurárdal Vesturland
   Heydalur í Mjóafirði Vestfirðir
   Sölvanes í Skagafirði  Norðurland
   Silva í Eyjafjarðarsveit Norðurland
   Dæli í Fnjóskadal  Norðurland
   Skorrahestar á Norðfirði Austurland
   Bragðavellir í Hamarsfirði Austurland
   Hótel Fljótshlíð, Smáratúni Suðurland
   Litli Geysir í Haukadal   Suðurland
   Hótel Saga Höfuðborgin

Auglýsing Hleðsla í hlaði.jpg