Atvinna



Starf hjá Hey Iceland - Bændaferðum

Engin laus staða er eins og er hjá Hey Iceland - Bændaferðum.

Við tökum þó alltaf við umsóknum frá áhugasömum og hvetjum þig til að senda okkur umsókn ef þú hefur áhuga á að starfa hjá okkur.  

Senda umsókn 


 
Um Ferðaþjónustu bænda og vörmerkin Hey Iceland og Bændaferðir

Ferðaþjónusta bænda hf. var stofnuð af íslenskum bændum árið 1980 en ferðaskrifstofan er enn í meirihluta eigu bænda. Forsaga fyrirtækisins nær þó allt aftur til ársins 1965 þegar erlendum ferðamönnum var fyrst boðið að dvelja á íslenskum sveitaheimilum gegn gjaldi.

Í dag eru sölusvið ferðaskrifstofunnar tvö; Hey Iceland sem sérhæfir sig í ferðalögum á landsbyggðinni og býður upp á fjölbreytt úrval af gistingu hjá yfir 160 gististöðum af ýmsu tagi um land allt og afþreyingu við allra hæfi og Bændaferðir sem býður upp á innihaldsríkar pakkaferðir með íslenskri farastjórn um allan heim.

Ferðaskrifstofan er er þáttakandi í gæða- og umhverfismerkinu Vakinn og  í fararbroddi í sjálfbærri ferðaþjónustu á Íslandi. Við leggjum mikla áherslu á sjálfbærni í starfsemi okkar og ábyrga ferðaþjónustu til að lágmarka þau neikvæðu áhrif sem starfsemi okkar kann að hafa á umhverfið og samfélagið