AtvinnaStarf hjá Hey Iceland - Bændaferðum

Engin laus staða er eins og er hjá Hey Iceland - Bændaferðum.

Við tökum þó alltaf við umsóknum frá áhugasömum og hvetjum þig til að senda okkur umsókn ef þú hefur áhuga á að starfa hjá okkur.  

Senda umsókn 


 
Um Ferðaþjónustu bænda og vörmerkin Hey Iceland og Bændaferðir

Ferðaþjónusta bænda hf. var stofnuð af íslenskum bændum árið 1980 en ferðaskrifstofan er enn í meirihluta eigu bænda. Forsaga fyrirtækisins nær þó allt aftur til ársins 1965 þegar erlendum ferðamönnum var fyrst boðið að dvelja á íslenskum sveitaheimilum gegn gjaldi.

Í dag eru sölusvið ferðaskrifstofunnar tvö; Hey Iceland sem sérhæfir sig í ferðalögum á landsbyggðinni og býður upp á fjölbreytt úrval af gistingu hjá yfir 170 gististöðum af ýmsu tagi um land allt og afþreyingu við allra hæfi og Bændaferðir sem býður upp á innihaldsríkar pakkaferðir með íslenskri farastjórn um allan heim.

Ferðaskrifstofan er er þáttakandi í gæða- og umhverfismerkinu Vakinn og  í fararbroddi í sjálfbærri ferðaþjónustu á Íslandi. Við leggjum mikla áherslu á sjálfbærni í starfsemi okkar og ábyrga ferðaþjónustu til að lágmarka þau neikvæðu áhrif sem starfsemi okkar kann að hafa á umhverfið og samfélagið

Merki Hey Iceland Lógó / Merki Bændaferða Ferðaþjónustu bænda
Íslandsdeild Ferðaþjónustu bænda vinnur undir vörumerkinu Hey Iceland og býður upp á fjölbreytt úrval af gistingu í kringum Ísland með yfir 180 gististaði af ýmsu tagi, en þar má finna bændagistingu, bústaði, svefnpokagistingu og flott sveitahótel. Einnig bjóðum við upp á úrval ferðapakka sem innihalda bíl, gistingu og afþreyingu, ásamt rútuferðir með leiðsögumönnum fyrir stærri hópa. Afþreyingu við allra hæfi sem er í boði hjá gististöðum og öðrum afþreyingaraðilum um landið.

Utanlandsdeild Ferðaþjónustu bænda vinnur undir vörumerkinu Bændaferðir og býður upp á fjölbreyttar ferðir út um allan heim fyrir þá sem hafa áhuga á að ferðast áhyggjulaust, kynnast menningu og öðlast fræðslu með íslenskri fararstjórn. Lögð er áhersla á rútuferðir um Evrópu og Kanada og síðastliðin ár hefur bæst við úrval hreyfiferða, þar sem Bændaferðir er umboðsaðili World Marathon Majors maraþonhlaupanna.