Íslandsdeild Ferðaþjónustu bænda vinnur undir vörumerkinu Hey Iceland og býður upp á fjölbreytt úrval af gistingu í kringum Ísland með yfir 180 gististaði af ýmsu tagi, en þar má finna bændagistingu, bústaði, svefnpokagistingu og flott sveitahótel. Einnig bjóðum við upp á úrval ferðapakka sem innihalda bíl, gistingu og afþreyingu, ásamt rútuferðir með leiðsögumönnum fyrir stærri hópa. Afþreyingu við allra hæfi sem er í boði hjá gististöðum og öðrum afþreyingaraðilum um landið. |
Utanlandsdeild Ferðaþjónustu bænda vinnur undir vörumerkinu Bændaferðir og býður upp á fjölbreyttar ferðir út um allan heim fyrir þá sem hafa áhuga á að ferðast áhyggjulaust, kynnast menningu og öðlast fræðslu með íslenskri fararstjórn. Lögð er áhersla á rútuferðir um Evrópu og Kanada og síðastliðin ár hefur bæst við úrval hreyfiferða, þar sem Bændaferðir er umboðsaðili World Marathon Majors maraþonhlaupanna.
|