BókunarskilmálarBókunarskilmálar Hey Iceland

 
Afbókun

Sé bókun afturkölluð þarf að senda skriflega tilkynningu um það eins fljótt og auðið er eða hringja í síma 570-2700. 

 
Skilmálar vegna gistingar

Hey Iceland áskilur sér rétt til að halda eftir afbókunargjaldi eins og hér segir:

 Tími afbókunar:   Afbókunargjald: 
 15 dagar eða fleiri fyrir komu    100% af heildarupphæð  
 14 - 8 dögum fyrir komu  75% af heildarupphæð
 7 - 4 dögum fyrir komu  25% af heildarupphæð
 3 - 0 dögum fyrir komu  Engin endurgreiðsla 

 
Hey Iceland áskilur sér rétt til að færa gesti í undantekningartilfellum þegar um tvíbókanir eða óviðráðanlegar orsakir eru um að ræða. Í þeim tilvikum eru gestir fluttir á sambærilegan gististað eða betri á sama svæði.

Skilmálar vegna afþreyingar

Afbókunarskilmálar eru mismunandi hjá ferðaskipuleggjendum. Við bókun á afþreyingu og dagsferðum eru birtir þeir skilmálar sem eiga við.