Bókunarskilmálar



Bókunarskilmálar Hey Iceland

 
Afbókun

Sé bókun afturkölluð þarf að senda skriflega tilkynningu um það eins fljótt og auðið er eða hringja í síma 570-2700. 

 
Afpöntunargjald

Hey Iceland áskilur sér rétt til að halda eftir afpöntunargjaldi eins og hér segir:

 Tími afpöntunar:   Afpöntunargjald: 
 15 dagar eða fleiri fyrir komu   20% af heildarupphæð  
 5 - 14 dögum fyrir komu  50% af heildarupphæð
 0 - 4 dögum fyrir komu  Engin endurgreiðsla 

 
Hey Iceland áskilur sér rétt til að færa gesti í undantekningartilfellum þegar um tvíbókanir eða óviðráðanlegar orsakir eru um að ræða. Í þeim tilvikum eru gestir fluttir á sambærilegan gististað eða betri á sama svæði.

 
Breytingargjald

Kr. 5.000,- á staðfestri bókun

 
Barnaafsláttur

  • Börn 2ja – 11 ára sem gista í herbergi með 2 fullorðnum fá 50% afslátt af verðskrá
  • Börn undir 2ja ára aldri dvelja frítt með foreldrum
  • Börn sem eru í sér herbergi greiða fullt herbergjaverð