Nýtt hjá Friðheimum í sumarNýtt hjá Friðheimum í sumar

22.05.2013 | María Reynisdóttir
FriðheimarFriðheimar í Bláskógabyggð ætla að brydda upp á þeirri nýjung í sumar að vera með opið í hádeginu í gestastofunni virka daga mán-fös kl. 12-14 í júní, júlí og ágúst og bjóða upp á tómatsúpu úr tómötum ræktuðum á staðnum ásamt heimabökuðu brauði.

Garðyrkjubændurnir Knútur Rafn Ármann og kona hans Helena Hermundardóttir eru bæði úr Reykjavík en keyptu Friðheima í Reykholti árið 1995 og hafa þar sameinað hrossabúskap og garðyrkju.  Þar er boðið upp á heimsóknir fyrir hópa (10 manns eða fleiri) í gróðurhúsið til að skoða tómataræktunina en einnig hestasýningar með heimsókn í hesthúsið en um fræðandi og skemmtilega sögu- og gangtegundasýningu er að ræða.  

Nánari upplýsingar um Friðheima.

í nágrenni