GistiflokkarFjölbreyttir gistimöguleikar 

Gisting innan Hey Iceland er einstök og fjölbreytt. Hver staður getur verið allt frá litlum bæ með aðeins fjórum herbergjum upp í hótel sem getur rúmað yfir 200 gesti. 

Sveitahótel
Góður aðbúnaður og gott þjónustustig. Flest ef ekki öll herbergin eru með sér baðherbergi. Á staðnum er bar og veitingahús sem býður upp á hlaðborð og/eða matseðil allt árið eða aðeins yfir sumarið.

Bændagisting
Bændagisting býður almennt upp á meira nánari andrúmsloft. Gestir dvelja á heimili gestgjafar eða í sérstakri byggingu á svæðinu. Herbergin eru frá því að vera einföld upp í þægilegri herbergi með sameiginlegu eða sér baðherbergi.  Aðrar máltíðir en morgunmatur er stundum í boði. 

Bústaðir & Íbúðir
Allir bústaðir og íbúðir eru með eldhúsaðstöðu og nauðsynlegum eldhúsáhöldum og búnaði fyrir skráðan fjölda gesta. Sængur eru til staðar en gestir leigja rúmföt. Tilvalið fyrir fjölskyldur og minni hópa. 

Svefnpokagisting
Uppábúin rúm eða svefnpokapláss í hefðbundnum herbergjum (1-4 gestir), eða í stærri rýmum, með sameiginlegu baðherbergi. Stundum er hægt að fá auka dýnur. Morgunmatur er ekki innifalinn. Góður kostur fyrir þá sem eru að ferðast ódýrt, velja frekar einfaldari gistingu og leita félagsskapar hjá öðrum ferðalöngum.

Herbergi í uppbúnum rúmum

Sameiginlegt baðherbergi
Herbergin eru einföld en þægileg. Uppábúin rúm og herbergi þrifin daglega. Hrein handklæði eru til staðar. Gestir hafa aðgang að sameiginlegri setustofu. Morgunverður er yfirleitt innifalinn.  

Sameiginlegt baðherbergi m/handlaug
Í sumum herbergjum er handlaug inni á herbergi. Uppábúin rúm og herbergi þrifin daglega. Hrein handklæði eru til staðar. Gestir hafa aðgang að sameiginlegri setustofu. Morgunverður er yfirleitt innifalinn.  

Sér baðherbergi í bændagistingu eða á gistiheimilum
Herbergin eru með sér baðherbergi í bændagistingu eða á gistiheimilum. Morgunmatur innifalinn. 

Sér baðherbergi á sveitahótelum
Vel útbúin herbergi á sveitahótelum með sér baðherbergi, sjónvarpi og stundum te- og kaffiaðstöðu. Morgunmatur innifalinn og kvöldverður í boði.

 

Bústaðir og íbúðir

Bústaðir og íbúðir eru leigð út bæði daglega og vikulega. Gistingin verður að vera snyrtileg og í góðu ásigkomulagi, með rennandi vatni og baðherbergi. Sængur eru til staðar, en gestir þurfa að leigja rúmföt. Þrif eru yfirleitt ekki innifalin í verði, gestir þrifa eftir sig eða geta keypt slíka þjónustu. Allir bústaðir og íbúðir eru með eldhúsaðstöðu og nauðsynlegum eldhúsáhöldum og búnaði fyrir skráðan fjölda gesta. Morgunverður er stundum í boði.