Fréttir03.02 2017

Ábyrg ferðaþjónusta!

Í upphafi árs 2017 skrifaði Ferðaþjónustu bænda hf. undir viljayfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu en markmið verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður fyrir ferðamenn.

03.02 2017

Framúrskarandi fyrirtæki 2016

Ferðaþjónusta bænda hf. hefur verið valið á lista framúrskarandi fyrirtækja 2016 samkvæmt styrk- og stöðugleikamati Creditinfo og er á meðal þeirra fyrirtækja sem efla íslenskt efnahagslíf. Þetta er í sjöunda skiptið sem fyrirtækið hlýtur þessa viðurkenningu eða samfellt frá árinu 2010.

29.09 2016

Ferðaþjónusta bænda skiptir um nafn á vörumerki

Hey Iceland er nafn á nýju vörumerki Ferðaþjónustu bænda sem kemur í stað vörumerkisins Icelandic Farm Holidays sem félagið hefur fram til þessa notað í sölu- og markaðsstarfi sínu erlendis.

19.04 2016

Skjaldarvík í Eyjafirði hlýtur viðurkenningu Vakans

Á dögunum hlaut Ferðaþjónustan Skjaldarvík í Eyjafirði viðurkenningu og brons-umhverfismerki Vakans. Gistiheimilið Skjaldarvík sem er félagi í Ferðaþjónustu bænda, hlaut viðurkenningu sem fjögurra stjörnu gistiheimili og hestaleigan í Skjaldarvík fékk viðurkenningu Vakans sem viðurkennd ferðaþjónusta. 

14.04 2016

Brekkulækur hlýtur Nordis Travel Award verðlaunin

Nýlega hlaut Arinbjörn Jóhannssson-Erlebnistouren, fyrirtæki Arinbjarnar á Brekkulæk í Miðfirði sem er ferðaþjónustubær innan vébanda Ferðaþjónustu bænda, fyrstu verðlaun Nordis Travel Award í flokki viðkomustaða.