Nýtt ferðamannafjós opnar í Efsta-Dal IINýtt ferðamannafjós opnar í Efsta-Dal II

18.06.2013 | María Reynisdóttir
Nýtt ferðamannafjós í EfstadalFjölskyldan á Efsta-Dal II í Bláskógabyggð hefur opnað nýtt ferðamannafjós í endurbyggðri hlöðu með veitingastað, kaffihúsi, ísbúð og mjólkurvinnslu.

Gestir geta fylgst með kúnum og störfum bænda í fjósinu um glugga sem er á milli fjóss og veitingastaðar á meðan þeir njóta veitinga beint frá býli. Meðal annars er boðið upp á rétti úr mjólkinni og nautakjöt frá Efsta-Dal á veitingastaðnum Hlöðuloftinu.

Skyr, ostur, súrmjólk og ís eru framleidd á staðnum. Gestir geta einnig keypt þessar afurðir á kaffihúsinu sem nefnt hefur verið Íshlaðan.

Efsti-Dalur II er staðsettur mitt á milli Laugarvatns og Geysis og því tilvalinn áningarstaður á ferðalagi í sumar. Bærinn er hefðbundinn sveitabær með gistingu í uppbúnum rúmum, heitum potti, áhugaverðum gönguleiðum í nágrenninu og hestaleigu á staðnum.

Nánari upplýsingar um Efsta-Dal II. 

í nágrenni