Opið hús hjá ferðaþjónustubændum 9. júníOpið hús hjá ferðaþjónustubændum 9. júní

29.05.2013 | María Reynisdóttir
Opið hús hjá ferðaþjónustubændumÍ tilefni útgáfu bæklingsins „Upp í sveit“ ætla fjölmargir bæir innan Ferðaþjónustu bænda að hafa opið hús sunnudaginn 9. júní 2013 kl. 13.00-17.00. Gestir munu geta skoðað aðstöðuna á bæjunum, sótt nýja bæklinginn, fengið kaffisopa, spjallað við bændur og upplifað einstaka sveitastemningu.

Það verður glatt á hjalla og margt í boði fyrir alla aldurshópa í öllum landshlutum. Til dæmis verður hægt að gæða sér á ljúffengum heimabakstri og öðrum forvitnilegum afurðum úr sveitinni, heilsa upp á dýrin á bænum, skoða fjós, taka þátt í leikjum eins og skeifukastskeppni og trölla parís, njóta lifandi tónlistar, kynna sér tóvinnu og fræðast um ylrækt, svo eitthvað sé nefnt.  
 
Sjá lista yfir þá bæi sem bjóða heim, eftir landshlutum.

 
Velkomin í sveitina!

í nágrenni