Starfsmaður Ferðaþjónustu bænda á hæsta tindi Evrópu



Starfsmaður Ferðaþjónustu bænda á hæsta tindi Evrópu

13.08.2013 | María Reynisdóttir
Hugrún uppi á ElbrusHugrún Hannesdóttir sölustjóri Ferðaþjónustu bænda - Bændaferða náði að klífa hæsta tind Evrópu, Elbrus í Kákasusfjöllum í Rússlandi, í gær mánudaginn 12. ágúst. 
 
Hugrún kleif tindinn ásamt Vilborgu Örnu pólfara og fimm öðrum íslenskum fjallgöngumönnum: Ármanni Guðjónssyni, Bjarna Sólbergssyni, Elínu V. Magnúsdóttir, Elísabetu Sólbergsdóttir og Kristínu H. Sigurbjörnsdóttir. Hópurinn náði á tindinn um klukkan 10:30 að staðartíma eða 6:30 í gærmorgun að íslenskum tíma.

Elbrusfjall (5.642 m) er annar fjallstindurinn í leiðangrinum Tindarnir sjö sem hófst í maí með göngu Vilborgar á McKinleyfjall. Hún ætlar að ganga á hæsta fjallstind hverrar heimsálfu og enda á sjálfu Everestfjalli næsta vor.

Undirbúningur fyrir ferðina var mjög mikill. Gangan á Elbrus hófst á laugardag og gekk hópurinn á vestari tind fjallsins. Áður en haldið var af stað á tindinn dvaldi hópurinn í Baskadalnum og gekk á nærliggjandi fjöll í þeim tilgangi að aðlagast hæðinni fyrir komandi átök. Á bloggsíðu sinni segir Vilborg að nokkrir í hópnum hafi fundið fyrir höfuðverk og ógleði á leið upp á tindinn en að öðru leyti hafi gengið vel.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Hugrúnu með fána Ferðaþjónustu bænda á lofti á toppnum.

Við óskum þessum vaska hópi til hamingju með áfangann!

Nánari upplýsingar um verkefnið Tindarnir Sjö má finna á bloggi Vilborgar Örnu.

í nágrenni