Vinningshafar í teiknisamkeppni



Vinningshafar í teiknisamkeppni

15.04.2013 | María Reynisdóttir
Ferðaþjónusta bænda efndi nýverið til teiknisamkeppni meðal barna 4-11 ára í tengslum við markaðsátakið "Páskasæla í sveitinni" sem kynnti þá fjölmörgu gistimöguleika, veitingar og afþreyingu sem finna má hjá ferðaþjónustubændum um allt land.  

Fjölmargar flottar myndir bárust í keppnina og viljum við þakka öllum þeim sem sendu inn mynd kærlega fyrir!

6 duglegir krakkar sendu inn skemmtilegustu myndirnar að mati dómnefndar og hljóta gistingu eða upplifun í sveitinni að launum en búið er að hafa samband við vinningshafa sem fá send til sín gjafabréf.

Vinningshafar í aldursflokknum 4-7 ára:

Vinningshafar í aldursflokknum 8-11 ára:
  • Rakel Ösp Gylfadóttir 11 ára hlýtur gistingu fyrir 2 fullorðna og 2 börn í eina nótt í gestahúsi með morgunverði og reiðtúr í 1 klst fyrir fjóra að Hestheimum í Ásahreppi.
  • Sóley Bestla Ýmisdóttir 8 ára hlýtur gistingu fyrir 2 fullorðna og 2 börn í eina nótt með morgunverði að Hótel Læk í Hróarslæk.  
  • Guðrún Perla Gunnarsdóttir 11 ára hlýtur heimsókn í sauðburð fyrir alla fjölskylduna, legg og skel og litasett og liti frá Bjarteyjarsandi í Hvalfirði
 
Hér fyrir neðan má sjá vinningsmyndirnar sex en hægt er að skoða allar innsendar myndir á Facebook síðu Ferðaþjónustu bænda.

Allir krakkar sem sendu inn mynd eiga svo von á litlum glaðningi en haft verður samband við þá á næstunni.

Í dómnefnd sátu: María Reynisdóttir starfsmaður skrifstofu Ferðaþjónustu bænda, Bryndís Óskarsdóttir grafískur hönnuður og Hildur Jóhannsdóttir framhaldsskólakennari.    
 

Steingrímur Ragnarsson 5 ára 
 

Sólveig Eggerz Bech 4 ára
 

Heiða Rachel Wilkins 7 ára
 

Rakel Ösp Gylfadóttir 11 ára
 

 Sólveig Bestla Ýmisdóttir 8 ára
 

Guðrún Perla Gunnarsdóttir 11 ára
 








í nágrenni