Eldhestar er bær mánaðarins í febrúarEldhestar er bær mánaðarins í febrúar

04.02.2013 | María Reynisdóttir

Hótel EldhestarEldhestar er sveitahótel og hestaleiga staðsett í friðsælu umhverfi stutt frá Hveragerði. Gisting er í 26 rúmgóðum og vel búnum tveggja manna herbergjum með baði, en gestir hafa einnig aðgang að heitum pottum og verönd með fallegu útsýni.
 
Samkvæmt viðskiptavinum og starfsfólki Ferðaþjónustu bænda er aðstaðan og þjónustan hjá Eldhestum til fyrirmyndar. Starfsfólkið leggur mikinn metnað í að taka hlýlega á móti gestum og kynna íslenska hestinn sem best fyrir þeim. Þá er einnig vel hugað að umhverfis - og gæðamálum hjá fyrirtækinu. 
 
Lestu meira um Eldhesta hér.

í nágrenni