Safnasafnið á Alþjóðlegum safnadegi 18. maí



Safnasafnið á Alþjóðlegum safnadegi 18. maí

13.05.2013 | María Reynisdóttir
SafnasafniðLaugardaginn 18. maí kl. 14:00-17:00 verða opnaðar 10 nýjar sýningar í Safnasafninu á Svalbarðsströnd, í tengslum við Alþjóðlega safnadaginn 2013. 
 
Sýningarnar fjalla annars vegar um fjarlægð og nálægð, hins vegar um  aðstæður í afmörkuðu rými og tengsl við náttúruna.
 
Frítt inn og veitingar í boði safnsins - allir hjartanlega velkomnir!

Um Safnasafnið - safn og gisting

Safnasafnið annast fjölbreytt lista- og menningarstarf með áherslu á alþýðumyndlist. Um 4.750 listasverk eru í vörslu safnsins.

Safnasafnið er félagi í Ferðaþjónustu bænda og býður gistingu í sjarmerandi íbúð í risi í húsi Kaupfélags Svalbarðseyrar (byggt 1900). Íbúðin er útbúin gömlum munum sem skapa rómantískt andrúmsloft fyrri hluta 20. aldar, en með nútímalegu ívafi og þægindum. Umhverfið er skógi vaxið og rennur lækur meðfram húsinu.

Nánari upplýsingar um gistingu Safnasafnsins.

Heimasíða Safnasafnsins.

í nágrenni