Hraunsnef er bær mánaðarins í marsHraunsnef er bær mánaðarins í mars

27.02.2013 | María Reynisdóttir
HraunsnefHraunsnef er fjölskyldurekið sveitahótel staðsett skammt frá Bifröst á Vesturlandi. Gisting er í 10 rúmgóðum herbergjum með sér baði og í tveimur smáhýsum. Á staðnum er hlýlegur veitingastaður fyrir gesti og gangandi sem býður upp á rétti úr heimaræktuðu hráefni og hráefni úr héraði.
 
Samkvæmt viðskiptavinum og starfsfólki Ferðaþjónustu bænda hefur gestgjöfum á Hraunsnefi tekist að skapa einstaka sveitastemningu þar sem vel er gert við gesti með góðum aðbúnaði og persónulegri þjónustu.
 
Lestu meira um Hraunsnef hér.

í nágrenni