Gjafabréf



Gefðu gjafabréf 

Gleddu þína nánustu með ævintýraferð og ævilangri minningu

Gjafabréf frá Hey Iceland og Bændaferðum er tilvalin gjöf til þeirra sem hafa gaman af því að ferðast, jafnt innanlands sem utan. Gjafabréfið gildir sem greiðsla upp í fjölbreytta gistingu og ferðir hjá Hey Iceland eða upp í utanlandsferð hjá Bændaferðum.  

Það er einfalt að kaupa rafræna gjafabréfið okkar, þú velur upphæðina sem á að gefa, skrifar kveðju, greiðir og færð gjafabréfið sent um hæl í pósthólfið þitt til útprentunar. 

Kaupa gjafabréf Hey Iceland & Bændaferða

Gjafabréf Bændaferða og Hey Iceland

Bændaferðir og Hey Iceland eru vörumerki í eigu Ferðaþjónustu bænda hf. sem sérhæfir sig í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Ferðaskrifstofan var stofnuð árið 1991 en forsaga fyrirtækisins nær þó allt aftur til ársins 1965. Í dag eru sölusviðin tvö; Bændaferðir sem býður upp á innihaldsríkar ferðir með íslenskri fararstjórn um allan heim og Hey Iceland sem sérhæfir sig í ferðalögum á landsbyggðinni og býður upp á fjölbreytt úrval af gistingu um land allt, ferðir og afþreyingu við allra hæfi.