Wapp gönguferðaappNjótum náttúrunnar saman
Samstarf Hey Iceland og Wapp

Hey Ísland vill hvetja ferðamenn til gönguferða um landið okkar góða, með virðingu fyrir íslenskri náttúru og tengingu við menningu og sögu landsins. Jafnframt að hvetja félaga Hey Iceland um land allt að kortleggja nýjar gönguleiðir og miðla fróðleik sem er ósjaldan falinn í landslaginu.

Wappið styður við þessa upplifun og hefur Hey Ísland gert samning við Wapp Walking App ehf. Markmiðið er að gera náttúru Íslands aðgengilegri ferðamönnum með áherslu á upplifun, öryggi og virðingu fyrir íslenskri náttúru og tengingu við menningu og sögu landsins. Í Wappinu er hægt að sækja yfir 350 gönguleiðir um allt land. Til að gæta fyllsta öryggis, sér í lagi í lengri ferðum, er hægt að tilkynna um ferðaáætlun sína til Neyðarlínunnar.

Hey Ísland styrkir 20 gönguleiðir í Wappinu og geta allir sótt sér þessar gönguleiðir ókeypis. Þetta eru fjölbreyttar gönguferðir um land allt, frá 30 mín. til 4ra tíma gönguferða og ættu allir að geta fundið gönguleiðir við hæfi.

Sækja Wappið hér

Með virðingu fyrir náttúru Íslands, sögu og menningu landsins. Njótið vel!

Kortið hér fyrir neðan inniheldur alla gististaði innan Hey Íslands auk þeirra 20 gönguleiða sem Hey Iceland styrkir í Wappinu. Hægt er að afhaka við gististaðina og gönguleiðirnar til að skoða kortið betur.

Wapp gönguferðir á vesturlandi:

 • Söguganga í Húsafelli (1,5 klst.)
 • Glanni og Paradísarlaut (1 klst.)
 • Djúpalón og Dritvík (1,5 klst.)
 • Brimlárhöfði (2 klst.)

 
Wapp gönguferðir á vestfjörðum:

 • Breiðavík (2 klst.)
 • Heydalur gönguleið (3,5 klst.)

 
Wapp gönguferðir á norðurlandi:

 • Kolugljúfur (0,5 klst.)
 • Mælifellshnúkur (3,5 klst.)
 • Staðarbyggðafjall (3,5 klst)
 • Aldeyjarfoss (0,5 klst.)
 • Hverfjall (2,5 klst.)
 • Skoruvík og Skálar á Langanesi (3 klst.)

 
Wapp gönguferðir á austurlandi:

 • Fardagafoss (1 klst.)
 • Stórurð (4 klst.)
 • White Sands by Djúpivogur (1,5 klst.)

Wapp gönguferðir á suðurlandi:

 • Hjallaneshringur (meira en 2,5 klst).
 • Ástarbrautin (2 klst.)
 • Hellir við Reynisfjöru (1,5 klst.)
 • Seljalandsfoss og Gljúfrabúi (1 klst.)
 • Mt. Miðfell (2 klst)