Nýir bæir sumarið 2014Nýir bæir sumarið 2014

02.07.2014 | Hildur Fjóla Svansdóttir

Á vordögum bættust við fjórir nýir staðir inn í raðir Ferðaþjónustu bænda og bjóðum við þá velkominn í hópinn.

Nýir bæir hjá Ferðaþjónustu bænda sumarið 2014 - Hótel Selið  
Mynd: Hótel Selið 


Á Hótel Á í Hvítársíðu í Borgarfirði hefur fjós og hlaða verið gerð upp og þar er nú boðið upp á herbergi með og án baðs en einnig geta gestir og gangandi fengið sér hressingu yfir daginn. Hótel Hafnarfjalli er staðsett á fallegum stað við rætur Hafnarfjalls og hinu megin við fjörðinn er útsýni að Borgarnesi, en þar er bæði boðið upp á gistingu í herbergjum með/án baðs og veitingar. Hótel Selið í Stokkalæk er staðsett á fallegum stað í Rangárþingi og eins og Hótel Á hefur útihúsum þar verið breytt í hina huggulegustu gistiaðstöðu í herbergjum með sérbaði, en þar er einnig aðstaða fyrir mannamót í hlöðu. Síðast en ekki síst má nefna Hótel Skógafoss sem er við túnfótinn við hinn fræga Skógafoss, en þar er rekinn veitingastaður samhliða gistingu í herbergjum með baði.

Fjölbreytnin er alltaf að aukast og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá þeim 183 stöðum sem eru innan Ferðaþjónustu bænda í dag, hvort sem um er að ræða gistingu, afþreyingu eða veitingar.
 
 

í nágrenni