Hótel HafnarfjallHótel Hafnarfjall

Gististaður staðsettur við þjóðveg 1 í Borgarfirði á miðvesturlandi, um 70 km frá Reykjavík. Gististaðurinn stendur sunnan við Borgarfjarðarbrúna við rætur Hafnarfjalls. Gegnt staðnum, hinum megin við fjörðinn, er Borgarnes, snotur bær þar sem margt er í boði fyrir ferðamenn. Frá gististaðnum opnast fjölmargar leiðir til kynnisferða um sögufrægt og fallegt héraðið upp af Borgarfirði. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Vínveitingar
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

 • Borgarnes 3 m
 • Golfvöllur 4 km
 • Deildartunguhver 35 km
 • Langjökull

Gistiaðstaða

Á neðri hæð eru herbergi með sérbaðherbergi og sérinngangi. Á efri hæð eru herbergi með handlaug og sameiginlegu baðherbergi. Í boði er einnig herbergi með sérbaði, sem getur rúmað alltfimm manns, og íbúð með sérbaði þar sem getur gist allt að 6 manna fjölskylda. Íbúðin er með sérsvölum, sem snúa út á fjörðinn, einu svefnherbergi, rúmgóðri stofu og eldunaraðstöðu (undir súð). Sjónvarp er í forstofurými hótelsins.

Einnig er boðið upp á gistingu í 3 sumarhúsum (27 m2) með eldunaraðstöðu, baðherbergi, sjónvarpi og interneti. Pallur við hvert hús. Útsýni yfir sjó og fjöll. Í húsunum er hjónarúm (160x200 sm) ásamt svefnsófa (150x200 sm).

Þjónusta

Morgunverðarhlaðborð. Á staðnum er veitingastaður með bar en úrval veitingastaða er í Borgarnesi.
Ókeypis þráðlaust netsamband á öllu hótelinu.

Afþreying

Í Borgarnesi (3 km) er öll almenn þjónusta fyrir ferðamenn, góð sundlaug, verslanir, veitingastaðir, kaffihús, leiksvæði fyrir börn, áhugaverð söfn o.fl. Við Borgarnes er 18 holu golfvöllur (4 km) og hægt er að spila golf á þremur öðrum stöðum í Borgarfirði. Veiði í ám og vötnum. Skipulagðar jöklaferðir og skoðunarferðir í hraunhella.

Landnámsmenn og söguhetjur í Borgarnesi

Frá Hótel Hafnarfjalli er 3ja mínútna akstur yfir Borgarfjarðarbrú í Borgarnes, verslunar- og þjónustumiðstöð héraðsins. Í Landnámssetrinu í Borgarnesi eru tvær fastar sýningar með hljóðleiðsögn á 10 tungumálum, önnur um landnám Íslands og hin um eina þekktustu Íslendingasöguna, Egils sögu. Rétt hjá Borgarnesi er fólkvangur með merktum gönguleiðum. Fjallið ofan við hótelið freistar fjallafólks og ekki nema stuttur spölur upp að fjallsrótum. Vel merkt gönguleið er upp á Hafnarfjall og útsýni þaðan er einstakt.

Hverir, fossar og grænir dalir

Í Borgarfirði eru margir áhugaverðir staðir fyrir ferðafólk og sumar af kunnustu náttúruperlum Íslands. Frá Hótel Hafnarfjalli má aka t.d. hringferð um héraðið á einum degi, um dali og hálsa og hlýlegar sveitir. Deildartunguhver (35 km) er vatnsmesti hver í Evrópu. Skammt þaðan er menningar- og miðaldasetrið í Reykholti. Hraunfossar (15 mín. akstur frá Reykholti) eru með frægustu fossum á Íslandi. Þaðan eru um 10 km í Húsafell (60 km frá Hótel Hafnarfjalli), vinsælan útivistarstað í fögru umhverfi.

Jöklaferðir og hellaskoðun

Upp undir Langjökul, annan stærsta jökul á Íslandi, er rúmlega klukkustundar akstur frá Hótel Hafnarfjalli. Á sumrin eru í boði ferðir á jökulinn í sérútbúnum jeppum. Lengsti hraunhellir á Íslandi, Surtshellir, 1.310 m langur, er í um 15 km akstursfjarlægð frá Húsafelli. Annar hellir í nágrenninu er Víðgelmir, stærstur allra hella á Íslandi og einn stærsti hraunhellir í heimi. Hann er friðaður og innganga einungis heimil með leiðsögn (skipulagðar hellisferðir á sumrin hjá ferðaþjónustunni í Fljótstungu).

Gestgjafi: Steinþór


 

 

í nágrenni