Hótel SeliðHótel Selið

Lítið gistihús, vandað og hlýlegt, á gullfallegum stað við Stokkalæk á Rangárvöllum á sunnanverðu Íslandi. Allt um kring eru skemmtilegar gönguleiðir þar sem leynast perlur við hvert fótmál. Fuglasöngur og niðandi uppsprettur gleðja eyru gesta á sumrin en í fjarlægð rísa fjöllin blá. Þar trónir eldfjallið Hekla í hásæti, voldugur nágranni íbúanna og mestur áhrifavaldur í sögu sveitarinnar. Opið til 31. október. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver nótt á herbergi
Bóka núna
Loading...

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Aðstaða fyrir fatlaða
 • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

 • Keldur 4 km
 • Hvolsvöllur 14 km
 • Hella 18 km
 • Seljalandsfoss 34 km
 • Landeyjahöfn ferjan til Vestmannaeyja (45 km) 
 • Skógafoss 62 km

Gistiaðstaða

8 björt herbergi með sérbaðherbergi. Hægt að bæta við aukarúmi í einu herbergi með aðgengi fyrir fólk í hjólastól. Rúmgóð sameiginleg setustofa og borðstofa. Í viðbyggingu, samtengdri gistihúsinu, hefur verið innréttaður rúmgóður salur sem hentar vel fyrir ýmis mannamót.

Þjónusta

Morgunverður er í boði og yfir sumartímann er boðið upp á kvöldverð á Hótel Læk (5 km frá Hótel Seli-Stokkalæk) og ef gestir vilja þá er boðið upp á að keyra gesti fram og til baka. Aðrir veitingastaðir í nágrenninu sem bjóða gesti frá Hótel Seli velkomna, eru Hótel Rangá (10 km) og Hótel Hvolsvöllur (14 km), en þangað verður fólk að aka sjálft.
Ókeypis þráðlaust netsamband í herbergjum og sameiginlegum rýmum.

Afþreying

Víða eru hestaleigur. Sundlaugar eru á Hellu (18 km) og Hvolsvelli (14 km). Næsta þéttbýli með verslun, veitingastöðum, kaffihúsum og ýmissi þjónustu fyrir ferðamenn er á Hvolsvelli (14 km) og Hellu (18 km). Mitt á milli Hellu og Hvolsvallar er 18 holu golfvöllur, Strandarvöllur.

Elsta hús á Íslandi

Næsti bær fyrir innan Hótel Selið eru Keldur (4 km). Þar er gamall íslenskur torfbær, elsti hluti hans að stofni til frá miðöldum og því elsta hús sem enn stendur á Íslandi. Bærinn er í varðveislu Þjóðminjasafns og opinn gestum á sumrin. Á hringferð um nágrennið er fróðlegt að sjá merki um eyðingarmátt Heklu og um árangur af landgræðslustarfi í meira en 80 ár.

Í fótspor sögupersóna í Njálu

Hótel Selið er á söguslóðum Njálu sem er frægust allra Íslendingasagna og að flestra dómi ein af perlum heimsbókmenntanna. Í Sögusetrinu á Hvolsvelli er sérstök Njálusýning með hljóðleiðsögn á ýmsum tungumálum. Þar má líka fá kort og nánari upplýsingar um Njáluslóðir. Einstaklingar og hópar geta pantað leiðsögn með því að hafa samband við Sögusetrið.

Grænar grundir, jöklar og fossandi ár

Á Suðurlandi er margt að sjá fyrir ferðamanninn. Frá Hótel Selinu er t.d. stutt að aka í Fljótshlíð, hlýlega sveit þar sem Eyjafjallajökull setur mikinn svip á landið. Að Seljalandsfossi eru 34 km og að Skógafossi eru 62 km. Í suðri rísa Vestamannaeyjar úr sæ, hömrum girtar. Þangað má bregða sér í dagsferð með ferju frá Landeyjahöfn (45 km).

Gestgjafar: Hrafn og Villa. 

 

í nágrenni