Hótel ÁHótel Á

Lítið sveitahótel í Hvítársíðu, einni af innsveitum Borgarfjarðar á mið-vesturlandi, á vinsælum ferðamannaslóðum. Hótelið stendur skammt frá bökkum Hvítár, jökulár sem fellur niður héraðið. Þaðan er glæsilegt útsýni yfir fljótið og inn til jökla sem rísa upp af óbyggðum inn af sveitinni. Stutt að fara til að heimsækja kunnustu náttúruperlur í Borgarfirði og sögusvið frægra Íslendingasagna. Opið allt árið. 

Veldu dagsetningar
Frá:12.000 kr.
hver dvöl
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Veitingastaður
 • Golfvöllur í nágrenni

Í nágrenni

 • Húsafell 10 km
 • Reykholt 15 km
 • Langjökull 21 km
 • Sundlaug á Kleppjárnsreykjum 22 km
 • Surtshellir 24 km
 • Borgarnes 56 km

Gistiaðstaða

Á landi hótelsins var áður fyrr bóndabær og í dag eru herbergin í byggingu sem var áður hlaða. Í boði eru 15 herbergi, öll með sérinngangi og sérbaðherbergi, sum á jarðhæð og önnur á annarri hæð. Í sérhúsi við hliðina á aðalbyggingunni eru nokkur herbergi með sameiginlegu baðherbergi og eldunaraðstöðu.

Þjónusta

Á hótelinu er ágætur veitingasalur, þar sem áður var fjós. Fjölbreyttur morgunverður. Heit súpa í hádeginu og kaffi og meðlæti á daginn. Á kvöldin er í boði þriggja rétta matseðill dagsins, fisk- eða kjötréttir og grænmetisréttir.
Ókeypis þráðlaust netsamband í móttökunni og veitingasalnum en ekki á herbergjum.
Á Húsafelli (10 km) er lítil verslun þar sem hægt er að fá helstu nauðsynjavörur á sumrin.

Afþreying

Á Húsafelli er sundlaug, veitingastaður og leiksvæði fyrir börn. Önnur sundlaug er á Kleppjárnsreykjum (22 km). Á Húsafelli (19 km) er 9 holu golfvöllur. Næsta þéttbýli er Borgarnes (56 km). Þar eru verslanir og öll almenn þjónusta í boði, sundlaug og byggðasafn. Í Landnámssetri í Borgarnesi má kynnast sögu landnáms norrænna manna fyrir 1100 árum á lifandi og skemmtilegan hátt.

Kunnar náttúruperlur og útvistarsvæði

Land er fagurt og fjölbreytilegt í grennd við Hótel Á og stutt að aka á slóðir sem heilla útvistar- og göngufólk. Skammt frá hótelinu er ein kunnasta náttúruperla á Íslandi, Hraunfossar, og rétt ofan við þá er Barnafoss í Hvítá. Nokkru innar í sveitinni (6 km) er Húsafell, fjölsóttur áningarstaður innlendra og erlendra ferðamanna, fallegt svæði með ótal gönguleiðum og margs konar afþreyingu og þjónustu fyrir ferðafólk.

Ævintýri á jökli og í hraunhellum

Langjökull, annar stærsti jökull á Íslandi, er í um hálfrar klukkustundar akstursfjarlægð frá Hótel Á. Á sumrin eru í boði ferðir á jökulinn í sérútbúnum jeppum. Lengsti hraunhellir á Íslandi, Surtshellir, 1.310 m langur, er í um 24 km akstursfjarlægð frá Hótel Á. Annar hellir í nágrenninu er Víðgelmir, stærstur allra hella á Íslandi og einn stærsti hraunhellir í heimi. Hann er friðaður og innganga einungis heimil með leiðsögn (skipulagðar hellisferðir á sumrin hjá ferðaþjónustunni í Fljótstungu).

Fjölbreyttir möguleikar til skoðunarferða

Borgarfjörður er víðlent hérað og þar er mikið um áhugaverða og fallega staði. Reykholt (15 km) er einn merkasti sögustaður á Íslandi. Þar er Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur til minningar um einn frægasta rithöfund Íslendinga fyrr og síðar, Snorra Sturluson. Skammt frá Reykholti er Deildartunguhver, vatnsmesti hver í Evrópu. Í Norðurárdal mynda hraun, klettaásar og fell einstaka umgjörð um frægustu laxveiðiá landsins.

Gestgjafar: Ragnar og Ármann

 

í nágrenni