Nýir gististaðir sumarið 2015Nýir gististaðir sumarið 2015

07.05.2015 | María Reynisdóttir

Við bjóðum fimm nýja félaga velkomna í samtök Ferðaþjónustu bænda, allt gististaðir á Vesturlandi, Vestfjörðum og Suðurlandi.

Hótel Sól - Vesturland

Hótel Sól

Herbergi og íbúðir á nemendagörðum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Góð staðsetning fyrir þá sem vilja skoða sig um í Borgarfirðinum. 

Skoða Hotel Sól

Gistiheimið Hvítá - Vesturland 

Gistiheimilið Hvítá

Reisulegt gistiheimili skammt frá bökkum Hvítár miðsvæðis í Borgarfjarðarhéraði, með útsýni til allra átta.

Skoða Gistiheimilið Hvítá

Staðarhús - Vesturland

Staðarhús

Gistiheimili og hrossabú miðsvæðis í Borgarfirði, vel staðsett til skoðunarferða um Vesturlandið og Snæfellsnes.

Skoða Staðarhús

Við Fjörðinn á Þingeyri - Vestfirðir

Við Fjörðinn

Herbergi og íbúðir í þorpinu Þingeyri við sunnanverðan Dýrafjörð á Vestfjörðum. Gistiheimilið er vel staðsett fyrir skoðunarferðir um Vestfirði.

Skoða Við Fjörðinn

Hótel Borealis - Suðurland

Hotel Borealis

Fjölskylduvæn gisting í herbergjum, smáhýsum og íbúarhúsi, í Grímsnesi. Fjallaútsýni og fjölbreyttir útivistarmöguleikar. 

Skoða Hótel Borealis

Skoða alla gistingu hjá Ferðaþjonustu bænda.

í nágrenni