Við Fjörðinn á ÞingeyriVið Fjörðinn á Þingeyri

Gistiheimili í sjávarþorpinu Þingeyri við sunnanverðan Dýrafjörð, miðsvæðis á vestanverðum Vestfjörðum. Sex herbergi með og án baðs og þrjár íbúðir, ein þeirra er sniðin að þörfum fólks í hjólastól. Góð staðsetning fyrir þá sem vilja ferðast um þennan landshluta og kynnast einstakri náttúrufegurð, menningu og mannlífi á Vestfjörðum. Gönguleiðir, hjólaleiðir og skipulagðar ferðir í boði. Opið frá 1. maí til 1. september.

Veldu dagsetningar
Frá:15.500 kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Íbúð
 • Frítt netsamband
 • Eldunaraðstaða
 • Aðstaða fyrir fatlaða
 • Kreditkort
 • Útsýni til sjávar

Í nágrenni

 • Sundlaug 500m með góðri aðstöðu fyrir fjölskylduna
 • Fossinn Dynjandi 30 mín
 • Njóttu ótrúlegs útsýnis yfir Dýrafjörð from toppi Sandafells
 • Góðar gönguleiðir nálægt Kaldbaki (998m), hæsta fjalli vetfjarða
 • Ísafjörður 50 km

Gistiaðstaða

Fjögur 2ja til 3ja manna herbergi á tveimur hæðum sem deila tveimur sameiginlegum baðherbergjum með sturtu. Einnig 2x2ja manna herbergið með sérbaði. Fullbúið eldhús til afnota fyrir gesti.

Við Fjörðinn býður einnig upp á 3 íbúðir fyrir gesti, hægt er að kaupa morgunverð sérstaklega.

Íbúð 1 – 2ja manna:
Íbúð á jarðhæð, innréttuð og sniðin að þörfum fólks í hjólastól, með stóru svefnherbergi þar sem geta verið 3 rúm. Notaleg stofa með eldhúskrók. Baðherbergi með sturtu. Hellulögð stétt með húsgögnum fyrir framan inngang að íbúðinni þar sem er gott að grilla á góðum degi og njóta útsýnis til vestfirsku fjallanna.

Íbúð 2 – 4ra manna:
Íbúð á annarri hæð með sérinngangi, tveimur svefnherbergjum, rúmgóðu eldhúsi og baðherbergi með sturtu.

Íbúð 3 – 2ja manna:
Falleg stúdíóíbúðá jarðhæð sem gengið er inn í frá garðinum.

 
Veitingar/máltíðir

Morgunverður, sem panta verður a.m.k. daginn áður, er framreiddur í björtum garðskála. Hægt að fá útbúið nesti handa hópum. Góð eldunaraðstaða fyrir gesti, hvort sem þeir gista í herbergjum eða íbúðum. Verslun með allar helstu nauðsynjavörur í söluskála N1 í þorpinu, matsölustaður (Hótel Sandfell) og kaffihús (Simbahöllin).

 
Þjónusta/afþreying

Fjölbreytilegir möguleikar til útivistar og gönguferða. Gönguleiðir um dali og fjöll, m.a. um stórskorið fjalllendið milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar þar sem eru hæstu fjöll á Vestfjörðum. Náttúruskoðun. Fuglaskoðun. Skipulagðar lengri eða styttri ferðir um Vestfirði, ökuferðir, gönguferðir og siglingar, í boði frá Ísafirði og nokkrum öðrum þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum. Sundlaug á Þingeyri. 9 holu golfvöllur í fallegu umhverfi í Meðaldal (6 km). Upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn á Þingeyri og á Ísafirði. Stærsta þéttbýli á Vestfjörðum með góðu úrvali af verslunum, veitingastöðum og fjölþættri almennri þjónustu við íbúa landshlutans og ferðamenn er Ísafjörður (50 km frá Þingeyri).

 
Arnarfjörður, Hrafnseyri, Dynjandi

Dýrafjörður og Arnarfjörður eru eitt áhugaverðasta svæðið fyrir náttúruunnendur og útivistarfólk á Vestfjörðum. Hér bíður ferðamannsins stórbrotin náttúrurfegurð, hvort sem er inn til dala í skjóli hömrum girtra fjalla eða meðfram ströndum fjarðanna. Á Hrafnseyri við Arnarfjörð (18 km) er safn um Jón Sigurðsson (1811-1879), forystumann í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. öld, og þar má einnig skoða endurgerð af íslenska torfbænum þar sem Jón ólst upp. Innar í Arnarfirði (21 km) er fossinn Dynjandi, einn af fegurstu fossum á Íslandi.

 
Söguslóðir í Haukadal, ströndin við ysta haf

Út með suðurströnd Dýrafjarðar liggur leiðin m.a. í Haukadal á söguslóðir einnar kunnustu Íslendinga sögunnar, um útlagann Gísla Súrsson (8 km). Úr Haukadal er um 6 km akstur eftir sæmilegum vegi út í Keldudal þar sem stendur gömul sveitakirkja á eyðibýlinu Hrauni (frá 1885), nú endurgerð og í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. Úr Keldudal liggur svonefndur Svalvogavegur, ökuleið, víða torfarin, fyrir skagann á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Þeim sem eru ekki á traustum 4x4 með lágu drifi bendum við á að tilvalið er að ganga eftir veginum út í Svalvogavita (6 km) og eins er vinsælt að fara þessa leið á reiðhjóli.

 
Ísafjörður, Ísafjarðardjúp, Flateyri, Suðureyri

Frá Þingeyri er um 50 km akstur í norður til Ísafjarðar, fjölmennasta bæjarins á Vestfjörðum og höfuðstaðar þessa landshluta. Þar eru áhugavert byggðasafn, veitingastaðir og verslanir, og ýmislegt í boði fyrir ferðamenn, t.d. sigling inn Ísafjarðardjúp með heimsókn í eyna Vigur. Á leið til Ísafjarðar er ekið um Öndundarfjörð og Súgandafjörð þar sem eru sjávarþorpin Flateyri (40 km) og Suðureyri (55 km). Á Flateyri er kajakaleigan Grænhöfði sem býður kajakasiglingar fyrir byrjendur og lengra komna.

 
Gestgjafar: Sirrý og Finni

 

In the area