Ómissandi upplifanir á Norðurstrandarleið



Ómissandi upplifanir á Norðurstrandarleið

12.07.2020 | Lella Erludóttir

Oft gefum við okkur ekki nægan tíma til að ferðast um landið okkar. Við þjótum á milli staða til að heimsækja vini og ættingja sem búa í öðrum landshlutum, eltum veðrið með tjald eða fellihýsi í eftirdragi eða keyrum hringinn á 5 dögum. Við gefum okkur ekki oft tíma til að staldra við, njóta og uppgötva undrin og ævintýrin sem Ísland hefur uppá að bjóða. Fyrir vikið eigum við það til að missa af stórkostlegum náttúruundrum, djúpstæðri sögu og stundum þar sem við getum fyllst djúpri lotningu og þakklæti fyrir því að eiga og þekkja Ísland.

Norðurstrandarleið opnaði 8. júní 2019 og leiðir þig um 900 km leið eftir fallegum og fáförnum strandvegum þar sem þú upplifir hið hráa og sterka Ísland. Hér kemst þú í einstakt samband við náttúru og dýralíf um leið og þú kynnist landingu og sjálfum þér upp á nýtt. Loneley Planet valdi Norðurstrandarleið sem einn af ómissandi stöðum til að heimsækja í Evrópu árið 2019!

Farfuglarnir koma á vorin og syngja inn sumarið. Á Norðurstrandarleið eru sumir af bestu fuglaskoðunarstöðum landsins og með því að fara í siglingu getur þú átt ógleymanlegar stundir með hvölum og selum.

Þröngir vegir, oft malarvegir, hlykkjast eftir strandlengjunni þar sem hafið nær svo langt sem auga eygir. Á sömu stöðum er jafnvel hægt að finna vegi sem leiða mann upp á fjöllin blá. Ferðalangar munu finna fyrir krafti hafsins og áhrifum þess á síbreytilegt veðrið. Í roki og rigningu getur verið huggulegt að koma sér fyrir á kaffihúsi með heitan bolla, en þegar sólin skín verður berfættur göngutúr um sandfjörur jafnvel enn betri hugmynd.

Hér segjum við frá 26 ómissandi stöðum til að skoða á Norðurstrandarleið og við mælum með því að þú skoðir líka úrvalið af gististöðunum okkar til að velja réttu gististaðina á leiðinni!

VIÐ SKULUM NJÓTA EN EKKI ÞJÓTA

Vissulega er hægt að keyra alla Norðurstrandarleiðina á einum degi, en við mælum með því að þú gefir þér tíma til að hægja á og virkilega njóta leiðarinnar. 

Norðurstrandarleið

1. Vatnsnes

JP DENOTTE J3 Vatnsnes  (27) (Small).JPG

 
2. Hvítserkur

shutterstock_693578251 - Hvítserkur (Small).jpg

 
3. Kálfshamarsvík

Kálshamarsvík visit north.jpg


4. Drangey

Drangey.jpg 

5. Grettislaug

Grettislaug visit north.jpg

 
6. Sundlaugin á Hofsósi

Hofsós swimming pool north visit.jpg 

7. Stuðlabergið á Hofsósi

Hofsós basalt north visit.jpg

 
8. Tröllaskagi 

Tröllaskagi visit north.jpg

9. Siglufjörður

shutterstock_461254981 - Siglufjörður North iceland.jpg

 
10. Ólafsfjörður

Ólafsfjörður (Small).jpg

 
11. Dalvík

Dalvík visit north.jpg 

12. Grímsey

Grímsey visit north.jpg

 
13. Bjórböðin Árskógssandi 

Árskóggsandur visit north.jpg

 
14. Hauganes

Hauganes.jpg 

15. Heitu pottarnir Hauganesi

Hauganes hot top visit north.jpg

 
16. Heitu pottarnir Hjalteyri

 Hjalteyri hot tub visit north.jpg

17. Akureyri 

shutterstock_454532983 - Akureyri North Iceland.jpg 
18. Grenivík

Mary Richardson - Grenivík fishing museum (Small).jpg

 
19. Húsavík

Mary Rychardson - Húsavík (Small).jpg

 
20. Sjóböðin á Húsavík

Sjóböðin Húsavík.jpg

21. Útsýnisspallurinn Hringsbjargi

Hringsbjarg visitnorth.jpg 

22. Ásbyrgi

Icelandic flatiron in Ásbyrgi canyon.JPG

 
23. Heimskautsgerðið á Raufarhöfn

Arctic henge visit north.jpg

 
24. Rauðanes

Rauðanes visit north.jpg

 
25. Skoruvíkurbjarg 

Skoruvíkurbjarg visit north.jpg

 26. Bakkafjörður

Digranesviti Bakkafirði.jpg

 

Skoðaðu úrvalið af Hey Ísland gistingu á Norðurlandi og leggðu af stað í ógleymanlegt ævintýri!
Hafðu samband og við hjálpum þér að skipuleggja ferðalagið.

Ef þú vilt skoða önnur landsvæði mælum við með því að þú skoðir greinarnar okkar um einstaka gistingu á Vesturlandi og upplifunardag á Gullna hringnum

í nágrenni