Leyndar perlur í náttúru ÍslandsLeyndar perlur í náttúru Íslands

06.08.2020 | Lella Erludóttir

Náttúra Íslands er stórbrotin, einstök, ógnvænleg, hrífandi og ber vitni um hina miklu og sterku krafta sem mótað hafa landið og krauma enn undir því. Það er þessi kraftur og þessar andstæður sem hafa mótað líf og einkenni þjóðarinnar sem hér býr, enda þykir okkur öllum vant um landið okkar og náttúruna. 

Það er líka fyrst og fremst stórbrotið landslagið, nálægðin við náttúruna og sterkar andstæður elds og íss, ljóss og myrkurs, sumars og veturs sem laða hingað ferðamenn hvaðanæva að úr heiminum.

Við sem hér búum höfum öll ferðast um landið að einhverju ráði og teljum okkur líklega þekkja það nokkuð vel. Það er þó alltaf hægt að upplifa eitthvað nýtt, skoða nýja staði og njóta nýrra augnablika. Þess vegna langaði okkur að taka saman lista yfir nokkrar leyndar perlur í náttúru landsins sem þú hefur kannski ekki heyrt um áður. Mögulega finnur þú þar nýja staði sem þig langar að kanna, sjá og upplifa.

Bókaðu sveitagistingu um allt land

 
1. Kolugljúfur

View this post on Instagram

A post shared by SVERRIR ARNAR ✦ ICELAND (@svarnar) on

Kolugljúfur er 1-2 km að lengd og nokkrir tugir metra á dýpt. Þar sem áin fellur niður í gljúfrið eru fossar sem heita Kolufossar. Gljúfrin, sem kennd eru við tröllskessuna Kolu, eru víðast hvar ógeng en einstaklega falleg og stórbrotin. Kola er sögð hafa grafið gljúfrin og búið sér þar bústað. Bærinn Kolugil stendur við ána, rétt ofan við þar sem hún rennur ofan í gljúfrin, og ýmis örnefni tengd Kolu tröllkonu eru þar og í gljúfrunum.

 
2. Stuðlabergið við Kálfshamarsvík

View this post on Instagram

A post shared by Marco Moura (@marco_moura_photography) on 

Kálfshamarsvík er lítil vík á norðanverðum Skaga. Þar eru sjávarhamrar úr fallega formuðu stuðlabergi er myndaðist fyrir u.þ.b. tveimur milljónum ára, sérkennileg náttúrusmíð. Í byrjun 20.aldar var útgerð og um 100 manna byggð í Kálfshamarsvík en um 1940 var byggðin komin í eyði.

 
3. Grettislaug

View this post on Instagram

A post shared by Ania Maroń (@anuszkastod) on 

Á Reykjum eru tvær steinlaugar sem eru hlaðnar ofan á heitum uppsprettum. Eldri laugin er nefnd Grettislaug eftir Gretti sterka en sú nýrri nefnist Jarlslaug eftir Drangeyjarjarlinum Jóni Eiríkssyni. Hitastig laugana er um 39° en getur verið smá breytilegt eftir veðri. Við laugarnar er úti sturta og skiptiaðstaða. Fátt jafnast á við að sitja í laugunum á Reykjum og njóta óviðjafnanlegrar nátturfegurðar staðarins.

 
4. Flatey á Skjálfanda

View this post on Instagram

A post shared by Guðný Nielsen (@gudnynielsen) on 

Flatey á Skjálfanda er minna þekkta tveggja Flateyja við Ísland. Flatey liggur um 2,5 kílómetra frá landi utan við Flateyjardal. Hún er um 2,62 ferkílómetrar að flatarmáli og rís hæst 22 metra yfir sjó.Byggð var í eyjunni frá 12.öld fram til 1967 þegar hún lagðist af vegna einangrunar og skorts á endurnýjun fólks. Náði íbúafjöldi mest að vera 120 manns um 1943. Síðan þá eru íbúar eyjunnar engir aðrir en fuglar ýmiskonar og má þar heyra hvellt gargið í kríum og dást að lundum á flugi.

 
5. Leirhnjúkur

View this post on Instagram

A post shared by Herbert Schröer (@herbertschroer) on 

Svæðið frá Leirhnjúk norður um Gjástykki í Kelduhverfi er einstætt frá jarðfræðilegu sjónarmiði, bæði á landsvísu og á heimsvísu. Þetta er eitt fárra svæða á Íslandi þar sem glögglega má sjá hvernig landið hefur gliðnað með tilheyrandi sigdæld, sprungum og misgengjum. Þar má jafnframt skoða hvernig hraun frá Kröflueldum hefur komið upp á svæðinu og runnið um svæðið, hulið sprungur og jafnvel runnið ofan í þær. 

 
6. Hafrahvammagljúfur

View this post on Instagram

A post shared by Gabriela (@all_the_creatures) on 

Hafrahvammagljúfur á Austurlandi er með stærstu og stórfenglegustu gljúfrum landsins. Það er um 8 kílómetrar að lengd og um 200 metrar þar sem það er hæst. Falleg merkt gönguleið er meðfram gljúfrinu og niður að Magnahelli sem er ein af perlum svæðisins. Það þarf fjórhjóladrifinn bíl til að keyra að gönguleiðinni en hægt er að sjá hluta gljúfursins frá Kárahjúkum og dugar venjulegur fólksbíll til að komast þangað. 

 
7. Sundlaugin í Selárdal

View this post on Instagram

A post shared by Maria Hjalmarsdottir (@mariahjalmars) on 

Sundlaugin í Selárdal liggur á bökkum einnar mestu laxveiðiár Íslands. Laugin tilheyrir sveitarfélagi Vopnafjarðar og er leitun að jafn fallegri staðsetningu fyrir sundlaug enda er hún rómuð fyrir umhverfi sitt. Laugin var byggð 1949 af félagsmönnum Einherja, íþróttafélags Vopnafjarðar. 

 
8. Gljúfursárfoss

View this post on Instagram

A post shared by KeenExplorer (@keenexplorer) on 

Gjúfursárfoss er stórkostlega fallegur foss sem fellur fram í litfögru gljúfri rétt fyrir neðan bílastæðið á Drangsnesi. Þaðan er svo merkt gönguleið er niður með Gljúfursánni, niður að sjó, um Drangsnes. Gangan meðfram þverhníptum klettunum er mögnuð upplifunsem lætur fáa ósnortna. Gönguleiðin nær að Krummsholti, en þar er að finna vel greinilegar tóftir frá víkingaöld þar sem Þorsteinn uxafótur á að hafa búið.

 
9. Krosshöfði í Stapavík

View this post on Instagram

A post shared by Borko (@bor_ko_ze_senice) on 

Stapavík er umgirt hamraveggjum og tengist verslunarsögu Borgarfjarðar eystri og Héraðs. Á Krosshöfða, skammt frá Stapavík, var árið 1902 löggilt verslunarhöfn og þar stunduðu bændur verslun fram eftir öldinni. Sandburður á þriðja áratug síðustu aldar varð til þess að lendingin við Korsshöfða varð ófær og var uppskipunin þá færð til Stapavíkur. Aðstaðan í Stapavík varð þó aldrei góð og uppskipun á svæðinu var endanlega hætt 1945. 

 
10. Víknaslóðir

View this post on Instagram

A post shared by Visit Austurland (@visitausturland) on 

Göngusvæðið í nágrenni Borgarfjarðar eystri og Loðmundarfjarðar er oft kallað Víknaslóðir. Hér er um að ræða fjölbreytt gönguland með mörgum náttúruperlum og sérstakri byggðasögu. Svæðið hefur oft verið valið eitt besta göngusvæðið landsins og býður hver slóði upp á nýja og einstaka upplifun í náttúruparadís. Ferðamálahópur Borgarfjarðar hefur unnið stórvirki í stikun gönguleiða og hefur gefið út öflugt göngukort um svæðið og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs á 3 glæsilega skála á svæðinu, í Breiðuvík, Húsavík og við Klyppstað í Loðmundarfirði.

 
11. Stuðlagil

View this post on Instagram

A post shared by Luxury World Traveler (@luxuryworldtraveler) on 

Á Jökuldal á Fljótsdalshéraði er að finna náttúruperlu sem lengi var lítt þekkt og kom ekki almennilega í ljós fyrr en eftir að Kárahnjúkavirkjun var tekin í notkun og vatnsmagnið í Jökulsá á Dal (eða Jöklu) snarminnkaði. Þessi perla er Stuðlagil í Jökulsárgljúfri sem nefnt er eftir einni stærstu og fallegustu stuðlabergsmyndun á Íslandi sem þar er að finna.

 
12. Mjóifjörður

View this post on Instagram

A post shared by Julien Damiano | Travel Photo (@pippolerenard) on 

Mjóifjörður er 18 km. langur og skerst inn í ströndina milli Norðfjarðarflóa og Seyðisfjarðar. Hann er einstaklega veðursæll, berjablár og girtur tignarlegum fjöllum. Leiðin til Mjóafjarðar frá Fljótsdalshéraði er þéttbýlisbúum og öðrum gestum einstök upplifun, allt að Dalatanga þar sem er bíða viti og býli við ysta haf. Á leiðinni eru fagrir fossar, lækir, skriður, klettar, dalir og annað hið besta er austfirsk náttúra hefur fram að bjóða. 

 
13. Saxa í Stöðvarfirði

Saxa Sea Geysir in East Iceland.jpg

Saxa gýs © Visit Fjarðbyggð

Saxa er sérstakt náttúrufyrirbrigði skammt utan við Lönd í Stöðvarfirði, þar sem úthafssaldan gengur inn í klettaskoru og spýtist síðan hátt upp í loft í tilkomumiklum brimgosum. Nafnið dregur Saxa af því að inni í henni saxast þönglar og þari í smátt og þeytast upp með í brimgosunum.

 
14. Gluggafoss í Fljótshlíð

View this post on Instagram

A post shared by LOST IN ICELAND🌋 (@lost.in.iceland) on 

Í ánni Merkjá eru nokkrir fossar og þeirra þekktastur er Gluggafoss en hann er um 40 m hár. Efri hluti klettanna sem hann fellur um er móberg en neðri stallurinn er úr blágrýti. Nafn sitt dregur fossinn af því að vatnið hefur sorfið mjúkt móbergið og myndað göng, vatnið spýtist svo út um gangnaopin, „gluggana“ í fossinum neðanverðum. Efst í fossinum fellur hluti vatnsins undir steinboga.

 
15. Nauthúsagil

View this post on Instagram

A post shared by Victoria Yore + TJ Drysdale (@followmeawaytravel) on 

Gangan inn Nauthúsagil er sannkölluð ævintýraferð sem reynir þó örlítið á fótafimi göngufólks því stikla þarf á steinum eða vaða alloft á leiðinni. Ekið er aðeins inn fyrir Seljalandsfoss og þar beygt upp að gilinu sem er stórbrotið og stórkostlega fallegt. Gangan er ekki löng en klifra þarf örlítið á síðustu metrunum til að sjá fossinn í enda gilsins. Eðlilega er svo sama leið gengin til baka.

 
16. Stakkholtsgjá í Þórsmörk

View this post on Instagram

A post shared by Grace (@_un_gracefullybeingme) on 

Stakkholtsgjá er vinsæll viðkomustaðar ferðalanga á leið í Þórsmörk eða Bása. Þessi einstaka náttúruperla er geysifalleg og magnþrungið náttúrufyrirbæri. Gjáin liggur hátt í tvo kílómetra inn í landslagið og rís hæst í um 100 metra hæð. Hér er um að ræða dásamlega gönguleið sem hentar öllum og enginn ætti að sleppa.

 
17. Kvernufoss

View this post on Instagram

A post shared by Fabio Zingg (@_fabiozingg) on 

Kvernufoss er í um 20 mínútna göngufjarlægð frá bílastæðinu á Skógum. Gangan að fossinum er falleg og ekki síðri á leiðinni tilbaka með útsýni til Vestmannaeyja. Kvernufoss er ákaflega fallegur þar sem hann fellur niður bergið, en gengt er á bakvið hann og útsýnið ekki vera þaðan.

 
18. Þakgil

View this post on Instagram

A post shared by SVERRIR ARNAR ✦ ICELAND (@svarnar) on 

Náttúruperlan Þakgil er staðsett á Höfðarekkuafrétti milli Mýrdalsjökuls og Mýrdalssands 14 km frá þjóðveginum. Á þessu svæði eru margar gríðarfallegar gönguleiðir, meðal annars í Remundargil. Í Þakgili er mikil veðursæld og náttúran með stórkostlegasta móti. Tjaldsvæði, snyrting og sturta eru á staðnum.

 
19. Malarrif

View this post on Instagram

A post shared by Snæfellsbær - Iceland (@snaefellsbaer_iceland) on 

Árið 1917 var reistur 20 m hár járngrindarviti yst á Malarrifi, nálægt Lóndröngum á Snæfellsnesi. Árið 1946 var byggður nýr steinsteyptur viti í stað járngrindarvitans. Vitinn er 20,2 m hár sívalur turn. Malarrifsviti var friðaður árið 2003 ásamt sex örðum vitum þegar haldið var upp á að 125 ár voru frá því að fyrsti vitinn var reistur.

 
20. Skarðsvík

View this post on Instagram

A post shared by Karl Steinegger (@karl_steinegger) on 

Andstætt meirihluta svartra sandstranda á Íslandi líkist Skarðsvík ströndum við Miðjarðarhafið með grænbláu vatni og dökku eldfjallalandinu í kring. Á góðviðrisdögum er tilvalið að fækka fötum og skella sér í sjóinn. Hafa skal í huga að öldurnar í Skarðsvík eru þekktar fyrir að vera kraftmiklar. Mælt er með því að heimsækja ströndina á háfjöru til að tryggja öryggi.

 
21. Ingjaldshólskirkja

View this post on Instagram

A post shared by ᶠᴼᵁᴺᴰᴱᴿ@sound_design (@rsa_rural_) on 

Núverandi Ingjaldshólskirkja er elsta steinsteypta kirkja á landinu og raunar í öllum heiminum, reist árið 1903 og meðal gripa hennar er altaristafla sem danskir kaupmenn gáfu árið 1709 og lánuð var Brimilsvallakirkju 1923. Sú altaristafla sem nú er þar er eftirlíking af altaristöflu Dómkirkjunnar í Reykjavík frá 1903.

 
22. Hrunalaug

View this post on Instagram

A post shared by ᶠᴼᵁᴺᴰᴱᴿ@sound_design (@rsa_rural_) on 

Hrunalaug er lítil náttúrulaug í Hrunamannahreppi. Laugin er fyllt er af volgri uppsprettu og á sér
langa sögu, og hefur nýst í aldanna rás bæði til þvotta og sem baðlaug fyrir fé og menn. Vatnið er notalegt og umhverfið einkar fallegt.

 
23. Djúpavík

Síldarverksmiðjan var opnuð á Djúpavík árið 1935 og var hún stærsta og flottasta síldarverksmiðja á landinu auk þess sem þetta var stærsta steinsteypta húsið sem reist hafði verið á Íslandi á þeim tíma. Árið 1954 þögnuðu allar vélar í Djúpuvík og fólk tók að flytja í burtu af svæðinu því atvinnan var orðin af skornum skammti. Þorpið sem hafði myndast varð mannlaust og var það allt til ársins 1985. Þá var gamli kvennabragginn gerður upp og opnað þar Hótel. Staðarhaldarar á svæðinu hafa endurgert hluta af verksmiðjuhúsunum og bjóða gestum að koma í heimsókn í síldarverksmiðjuna. 

 
24. Vigur

View this post on Instagram

A post shared by Vigur Island (@islandvigur) on 

Heimsókn í eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi er frábær upplifun fyrir unga sem aldna. Eyjan er fræg fyrir fjölbreytt fuglalíf og þar má rekast á  lunda, teistu og æðarfugl svo einhverjir séu nefndir. Selirnir kjósa að liggja í hrúgum úti á skerjunum og útsýnið allt í kring er einstaklega fallegt. Á eyjunni er vindmylla í eigu Þjóðminjasafnsins sem er vel varðveitt og gömlu húsin eru friðuð.

Bókaðu sveitagistingu um allt land á hey.is

í nágrenni