20 fallegar og auðveldar gönguleiðir um Ísland20 fallegar og auðveldar gönguleiðir um Ísland

07.08.2020 | Lella Erludóttir

Hvað er betra en að kanna landið og náttúruna á tveimur jafnfljótum? Reima á sig gönguskóna, setja hollt next í bakpoka, rölta um holt og hæðir, klífa tinda, kanna fossa, uppgötva ný gil og finna fyrir íslenskri náttúru undir fótum þér. Á sumrin búum við svo vel að ekki einu sinni nóttin setur okkur takmörk þegar kemur að gönguferðum, heldur njótum við þeirra forréttinda að geta skottast um sveitir undir gullnum geislum miðnætursólarinnar. Um vetur eru lengri og stórbrotnari gönguleiðir hálendisins ófærar, en styttri ganga yfir hraunbreiðu undir snjóalagi eða að duldum fossi í klakabrynju er engu minna hrífandi upplifun.

Gengið að Víti

Hey Ísland vill hvetja ferðamenn til gönguferða um landið okkar góða, með virðingu fyrir íslenskri náttúru og tengingu við menningu og sögu landsins. Jafnframt að hvetja ferðaþjónustubændur um land allt að kortleggja nýjar gönguleiðir og miðla fróðleik sem er ósjaldan falinn í landslaginu.

Þess vegna erum við í samstarfi við Wappið sem býður upp á leiðsögn um yfir 350 gönguleiðir um allt land. Saman viljum við gera náttúru Íslands aðgengilegri heimamönnum sem og ferðalöngum með áherslu á upplifun, öryggi og virðingu fyrir íslenskri náttúru og tengingu við menningu og sögu landsins. Til að gæta fyllsta öryggis, sér í lagi í lengri ferðum, er hægt að tilkynna um ferðaáætlun sína til Neyðarlínunnar.

Gengið í stórbrotinni náttúru

Hey Ísland styrkir 20 gönguleiðir í Wappinu og geta allir sótt sér þessar gönguleiðir ókeypis. Þetta eru fjölbreyttar gönguferðir um land allt, frá 30 mín. til 4ra tíma gönguferða og ættu allir að geta fundið gönguleiðir við hæfi.

Sækja Wappið hér

Á kortinu hér að neðan má sjá alla gististaði innan Hey Íslands auk þeirra 20 gönguleiða sem Hey Iceland styrkir í Wappinu. Hægt er að afhaka við gististaðina og gönguleiðirnar til að skoða kortið betur.

Wapp gönguferðir á vesturlandi:

 • Söguganga í Húsafelli (1,5 klst.)
 • Glanni og Paradísarlaut (1 klst.)
 • Djúpalón og Dritvík (1,5 klst.)
 • Brimlárhöfði (2 klst.)

Wapp gönguferðir á vestfjörðum:

 • Breiðavík (2 klst.)
 • Heydalur gönguleið (3,5 klst.)

Wapp gönguferðir á norðurlandi:

 • Kolugljúfur (0,5 klst.)
 • Mælifellshnúkur (3,5 klst.)
 • Staðarbyggðafjall (3,5 klst)
 • Aldeyjarfoss (0,5 klst.)
 • Hverfjall (2,5 klst.)
 • Skoruvík og Skálar á Langanesi (3 klst.)

Wapp gönguferðir á austurlandi:

 • Fardagafoss (1 klst.)
 • Stórurð (4 klst.)
 • White Sands by Djúpivogur (1,5 klst.)

Wapp gönguferðir á suðurlandi:

 • Hjallaneshringur (meira en 2,5 klst).
 • Ástarbrautin (2 klst.)
 • Hellir við Reynisfjöru (1,5 klst.)
 • Seljalandsfoss og Gljúfrabúi (1 klst.)
 • Mt. Miðfell (2 klst.)

Bókaðu gistingu um allt land á hey.is - Slakaðu á í huggulegri bændagistingu, njóttu þæginda sveitahótela, frelsisins að vera í bústað eða gista þar sem hægt er að fylgjast með eða taka þátt í bústörfum. Þú finnur það allt hjá okkur.

About the author

I am a born and bred Icelander and the matriarch of an above-average sized family. I have a true passion for travel and love to discover new destinations and cultures. I want to introduce you to the real Iceland, the beauty, the history, and the things that will make you fall deeply in love with my homeland.

Lella Erludóttir

Lella Erludóttir

í nágrenni