Hótel Geirland er bær mánaðarins í desember



Hótel Geirland er bær mánaðarins í desember

06.12.2012 | María Reynisdóttir

Hótel GeirlandFerðaþjónusta bænda kynnir með stolti bæ desembermánaðar, Hótel Geirland.

Hótel Geirland er vinalegt sveitahótel með áherslu á veitingar úr héraði, staðsett í einstakri náttúrufegurð skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Gist­ing er í 40 her­bergjum með baði, einnig svefnpokapláss.

Samkvæmt viðskiptavinum og starfsfólki Ferðaþjónustu bænda leggja gestgjafarnir þau Erla Ívarsdóttir og Gísli Kjartansson og allt starfsfólk Hótel Geirlands mikinn metnað í að gera heimsókn gesta sinna sem þægilegasta og eftirminnilegasta. Rúmgóð og snyrtileg aðstaðan, persónuleg þjónustan, metnaðurinn í matargerðinni og hinir fjölbreyttu möguleikar til afþreyingar eru til fyrirmyndar að mati fyrrgreindra.
 
Smelltu hér til að lesa meira um og hafa samband við Hótel Geirland.

í nágrenni