Viðurkenningar til ferðaþjónustubænda 2012



Viðurkenningar til ferðaþjónustubænda 2012

27.11.2012 | María Reynisdóttir

 
Á nýliðinni Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda veitti skrifstofa Ferðaþjónustu bænda 6 bæjum innan samtakanna viðurkenningar. Er það í annað sinn sem skrifstofan veitir verðlaun sem þessi en viðurkenningar voru veittar í tveimur flokkum.
 
Í flokknum Framúrskarandi ferðaþjónustubær 2012 fengu eftirfarandi viðurkenningu: Lea Helga og Marteinn í Hestheimum í Ásahreppi, Eyja Þóra og Jóhann á Hótel Önnu á Moldnúpi og Fríða og Guðmundur á Kirkjubóli í Bjarnardal. 
 
Þessi viðurkenning er veitt fyrir einstaka frammistöðu á árinu og byggist matið á umsögnum gesta auk þess sem leitað var umsagna erlendra ferðaskrifstofa. Þá var einnig horft til þeirra gæða sem staðurinn stendur fyrir að mati starfsfólks skrifstofunnar. 


 
Í flokknum Hvatningaverðlaun Ferðaþjónustu bænda 2012 fengu eftirfarandi viðurkenningu: Arnheiður og Guðmundur á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði, Björg og Snæbjörn í Efstadal við Laugarvatn og Arngrímur Viðar á Gistiheimilinu Álfheimum á Borgarfirði Eystra. 
 
Hvatningaverðlaunin eru veitt félagsmönnum fyrir einstaka og vel útfærða hugmynd og frumkvæði að uppbyggingu í ferðaþjónustu sem miðar að skemmtilegri og innihaldsríkri upplifun fyrir gestina.
 

 
Starfsfólk skrifstofunnar óskar öllum ofangreindum ferðaþjónustubændum til hamingju með viðurkenningarnar. Það eru margir mjög frambærilegir staðir innan Ferðaþjónustu bænda og er það von starfsfólksins að þessar viðurkenningar verði öðrum hvatning til þess að vanda til verka og skara fram úr á sínu sviði – hver á sinn einstaka hátt! 
 


 
 

í nágrenni