Bær mánaðarins í ágúst: Ensku húsin við LangáBær mánaðarins í ágúst: Ensku húsin við Langá

02.08.2012 | María Reynisdóttir
Ensku húsin Ferðaþjónusta bænda kynnir með stolti bæ ágúst mánaðar, Ensku húsin við Langá.
 
Samkvæmt viðskiptavinum og starfsfólki Ferðaþjónustu bænda sýna gestgjafar Ensku húsanna sannkallaða íslenska bændagestrisni og leggja sig fram við að skapa heimilislegt andrúmsloft á staðnum. Mjög hefur verið vandað til við varðveitingu sögu hússins og endursköpun andrúmslofts fyrri tíma en Ensku húsin hafa á undanförnum árum verið endurbyggð í upprunalegum stíl.
 
Nánari upplýsingar um bæ mánaðarins hér.

í nágrenni