Ísland er með´ettaÍsland er með´etta

12.07.2012 | Hildur Fjóla Svansdóttir

 Ísland er með´etta

 
 
 
Nýtt og umfangsmikið átak innlendrar ferðaþjónustu er hafið
Vefsíðan islandermedetta.is er heil gullkista af ævintýrum 

 
Fimmtudaginn 12. júlí, hefst sannkallað stórátak í kynningu innlendrar ferðaþjónustu. Verkefnið Ísland er með’etta er sameiginlegt verkefni allra markaðsstofa landsins, Ferðaþjónustu bænda, Höfuðborgarstofu og Ferðamálastofu en markmið þess er að hvetja Íslendinga til ferðalaga innanlands og kynna fyrir þeim allar þær stókostlegu upplifanir sem landið hefur upp á að bjóða. Nýtt og glæsilegt vefsvæði, undir merkjum átaksins, islandermedetta.is, hefur verið opnað. Þar gefst landsmönnum færi á að kynna sér allra handa ævintýri og upplifanir á einstaklega aðgengilegan hátt.

 
„Vefsíðan islandermedetta.is er einskonar  gullkista af ævintýrum og upplifunum fyrir alla fjölskylduna, og það sem gerir hana sérstaklega væna er að þar má leita eftir landshlutum, athöfnum og árstíðum. Auk þess bjóðum við landsmönnum að senda inn sínar myndir af fjölbreyttum upplifunum sínum af landinu okkar,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. „Íslendingar ættu hiklaust að leyfa sér að vera ferðamenn á Íslandi og greiða fyrir þjónustu og afþreyingu, fá leiðsögn um okkar einstæðu náttúru- og menningarminjar, panta gistingu og kaupa góðan mat. Ísland er kraumandi af spennandi ævintýrum fyrir alla fjölskylduna því hér er hægt að upplifa svo margt sem er alveg einstakt á heimsvísu.“ 

 
Ísland er með’etta
er verkefni sem hugsað er til langframa og mun án vafa koma að góðum notum fyrir alla þá sem vilja kynna sér þær upplifanir sem landið okkar hefur upp á að bjóða, hvort heldur sem er um mitt sumar líkt og nú eða yfir vetrartímann. Íslendingar eru nýjungagjarnir og verða vafalítið fljótir að tileinka sér vefsíðuna, sækja þangað upplýsingar og nýta hana til þess að deila upplifunum sínum. 

 
Sjá vefinn hérna: www.islandermedetta.is

 
Ferðaþjónusta bænda í samstarfi við Beint frá býli og Opinn landbúnað eru þátttakendur í þessu verkefni.  Félagsaðilar eru hvattir til að taka virkan þátt í að markaðssetja upplifunina „Upp í sveit“ með skemmtilegum hætti þannig að Íslendingar eigi eftir að sækja í enn meira mæli í þá þjónustu sem ferðaþjónustubændur og aðrir í landbúnaðarferðaþjónustu hafa upp á að bjóða allan ársins hring. 
 

í nágrenni