Fréttir 201629.09 2016

Ferðaþjónusta bænda skiptir um nafn á vörumerki

Hey Iceland er nafn á nýju vörumerki Ferðaþjónustu bænda sem kemur í stað vörumerkisins Icelandic Farm Holidays sem félagið hefur fram til þessa notað í sölu- og markaðsstarfi sínu erlendis.

19.04 2016

Skjaldarvík í Eyjafirði hlýtur viðurkenningu Vakans

Á dögunum hlaut Ferðaþjónustan Skjaldarvík í Eyjafirði viðurkenningu og brons-umhverfismerki Vakans. Gistiheimilið Skjaldarvík sem er félagi í Ferðaþjónustu bænda, hlaut viðurkenningu sem fjögurra stjörnu gistiheimili og hestaleigan í Skjaldarvík fékk viðurkenningu Vakans sem viðurkennd ferðaþjónusta. 

14.04 2016

Brekkulækur hlýtur Nordis Travel Award verðlaunin

Nýlega hlaut Arinbjörn Jóhannssson-Erlebnistouren, fyrirtæki Arinbjarnar á Brekkulæk í Miðfirði sem er ferðaþjónustubær innan vébanda Ferðaþjónustu bænda, fyrstu verðlaun Nordis Travel Award í flokki viðkomustaða.