Nýr félagi: Gistihúsið MýriNýr félagi: Gistihúsið Mýri

23.03.2016 | Bryndís Pjetursdóttir

 
Nýverið bættist Gistihúsið Mýri við þann fjölbreytta hóp ferðaþjónustubæja sem eru félagar í Ferðaþjónustu bænda.

Gistihúsið Mýri býður upp á gistingu í tveimur nýjum tveggja til fjögurra manna stúdíóíbúðum með miklu útsýni til austurs í átt til Heklu og Eyjafjallajökuls. Gistihúsið er staðsett í kyrrlátu umhverfi og er kjörin staðsetning til að heimsækja allar helstu náttúruperlur á Suðurlandi. Opið er allt árið. 

Gistihúsið Mýri 

Tré gróðursett fyrir hverja nótt sem gestir dvelja

Umhverfisvernd skiptir gististaðinn miklu máli en frá og með ágúst 2016 verður gróðursett tré fyrir hverja nótt sem gestir dvelja. Gestir munu geta fylgst með verkefninu á samfélagssíðu gistihússins.

Fjölbreytnin er alltaf að aukast hjá Ferðaþjónustu bænda og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá þeim tæplega 180 stöðum sem eru innan samtakanna í dag. Við bjóðum Önnu og Tobba, ferðaþjónustubændum á Gistihúsinu Mýri velkomin í samtök Ferðaþjónustu bænda.

Fyrir nánari upplýsingar um Gistihúsið Mýri

í nágrenni