Gefðu minningar í jólagjöf | Gjafabréf Hey Iceland og BændaferðaGefðu minningar í jólagjöf | Gjafabréf Hey Iceland og Bændaferða

29.11.2017 | Lella Erludóttir

Gefðu vinum og vandamönnum ógleymanlega upplifun í jólagjöf. Gjafabréf frá Hey Iceland og Bændaferðum gildir sem greiðsla upp í fjölbreytta gistingu, veitingar og afþreyingu hjá yfir 170 gististöðum um land allt eða upp í utanlandsferð hjá Bændaferðum. 

Það er einfalt að ganga frá kaupum á gjafabréfinu, en þú velur upphæðina sem á að gefa, skrifar kveðju, greiðir og færð sendan tölvupóst með rafrænu gjafabréfi sem þú getur prentað út. Þú getur líka beðið okkur um að pakka gjafabréfinu inn í fallega gjafaöskju fyrir þig og sótt hana til okkar á skrifstofuna. Að sjálfsögðu er einnig hægt að mæta á staðinn og kaupa gjafabréf. 

Sá sem fær gjafabréfið hefur svo samband við okkur til að innleysa gjafabréfið, annað hvort í síma eða með því að kíkja til okkar á skrifstofuna.

Þetta er tilvalin gjöf handa þeim sem hafa gaman af því að ferðast og skapa minningar - gefðu samverustund og einstaka upplifun!

Kaupa gjafabréf

í nágrenni