Hagaís unninn úr sauðamjólkHagaís unninn úr sauðamjólk

11.02.2013 | María Reynisdóttir
Ábúendur að Syðri-Haga á Árskógsströnd sem eru félagar í Ferðaþjónustu bænda, tóku þátt í þróunar verkefninu Sauðamjaltir á árunum 2005-2010. Verkefnið miðaði að því að festa framleiðslu sauða- og geitamjólkur í sessi og auka þekkingu og reynslu bænda á sauða mjöltum. 
 
Alls mjólkuðu ábúendur 5.089 lítra af sauðamjólk á þessu tímabili. Mjaltatímabilið er frá lokum ágúst og fram í október. Einnig voru geitur mjólkaðar árið 2010. „Mjólkursamlagið í Búðardal gerði osta úr mjólkinni en þegar verkefninu lauk bauðst framleiðendum mjólkurinnar verð fyrir mjólkina undir framleiðslukostnaði. Ábúendur hafa síðan þá leitað leiða til að nýta þessa frábæru afurð, en í mjólkinni er mun meira prótín og fjölómettaðar fitusýrur en í kúamjólk og þrefalt meira af C vítamíni,“ útskýrir Gitta Unn Ármannsdóttir, ábúandi á Syðri-Haga, og segir jafnframt; „Síðastliðið haust var hafist handa við að þróa ís í samstarfi við Holtselsís undir merkinu Hagaís/Holtsel og eru þrjár bragðtegundir nú þegar komnar á markað; bláberja, jarðarberja og vanillu. Í framleiðsluna er notaður ávaxtasykur og hentar hann því einnig fólki með sykursýki. Mörg dæmi eru um að fólk sem er með ofnæmi/óþol fyrir kúamjólk þoli afurðir úr sauðamjólk."
 
Fleiri fréttir í Bændablaðinu.

í nágrenni