Ferðaþjónusta bænda fyrirmyndarfyrirtæki 2012Ferðaþjónusta bænda fyrirmyndarfyrirtæki 2012

16.05.2012 | María Reynisdóttir
Ferðaþjónusta bænda fyrirmyndarfyrirtækiFerðaþjónusta bænda er eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum 2012 samkvæmt niðurstöðum árlegrar könnunar VR. Johan Rönning, Bernhard og Sæmark hlutu titilinn Fyrirtæki ársins árið 2012 í sömu könnun.
 
Ferðaþjónusta bænda hreppti  4. sætið í flokki meðalstórra fyrirtækja með 20 til 49 starfsmenn. Fyrirtækið var með heildareinkunnina 4,538 af 5 mögulegum en meðaleinkunn fyrirtækja í þessum flokki er 4,108.
 
Könnun VR tekur til átta lykilþátta í starfsumhverfi á almennum vinnumarkaði. Þessir þættir eru trúverðugleiki stjórnenda, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd fyrirtækis og ánægja og stolt.
 
Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2012 eru þrjátíu talsins, tíu efstu fyrirtækin í hverjum stærðarflokki. VR telur ástæðu til að vekja sérstaka athygli á frammistöðu þessara fyrirtækja sem mörg hver eru ofarlega á lista á hverju ári, hvort sem árar vel eða illa í þjóðfélaginu. Frá árinu 2005 hafa því efstu fyrirtækin í könnun VR á Fyrirtæki ársins fengið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki.
 
Um könnun VR
 
Könnun VR tekur til fullgildra félagsmanna og fengu rúmlega 20 þúsund félagsmenn sendan spurningalista í ár. Að auki buðu 79 fyrirtæki öllum starfsmönnum sínum þátttöku, óháð stéttarfélagsaðild, og bættust þrjú þúsund starfsmenn í hópinn. Félagsmenn í SFR og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar tóku einnig þátt sem og starfsmenn hins opinbera. Alls tók könnun til hátt í fimmtíu þúsund starfsmanna á almennum og opinberum vinnumarkaði og er stærsta vinnumarkaðskönnun sem gerð er á Íslandi.
 
Nánari upplýsingar um könnun VR og Fyrirtæki ársins.


í nágrenni