Bændur bjóða hleðslu í hlaði



Bændur bjóða hleðslu í hlaði

03.11.2017 | Lella Erludóttir

Á nýafstaðinni uppskeruhátíð Félags ferðaþjónustubænda var verkefninu Hleðsla í hlaði formlega hleypt af stokkunum. Markmið þess er að hvetja bændur til þess að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla á sínum búum og ýta þannig undir umhverfisvænni samgöngumáta. Fyrstu ferðaþjónustubændurnir munu setja upp sínar hleðslustöðvar á næstu mánuðum. 

Verkefnið er unnið í samstarfi Hey Iceland, Bændasamtakanna og Orkuseturs og nú þegar hafa rúmlega 20 ferðaþjónustubændur skrifað undir viljayfirlýsingu um þátttöku og er mikilvægur þáttur í því að byggja upp gott net hleðslustöðva í dreifbýli. Nú eru um 1500 rafbílar í notkun á Íslandi og þétt net hleðslustöðva er grundvöllur þess að bílaleigur bæti fleiri rafbílum í sína flota og þess vegna hvetjum við bændur til þátttöku í verkefninu. 

Þeir sem vilja kynna sér frekar möguleikana við uppsetningu hleðslustöðva í sínu hlaði geta haft samband við Berglindi Viktorsdóttur, gæðastjóra Hey Iceland, á netfangið berglind@heyiceland.is.

Nánari upplýsingar um verkefnið

í nágrenni