Ferðaþjónusta bænda er framúrskarandi fyrirtæki 2015Ferðaþjónusta bænda er framúrskarandi fyrirtæki 2015

24.02.2016
Bryndís Pjetursdóttir
Ferðaþjónusta bænda hf. er framúrskarandi fyrirtæki 2015

Ferðaþjónusta bænda hf. hefur verið valið framúrskarandi fyrirtæki samkvæmt styrk - og stöðugleikamati Creditinfo 2015 og er það sjötta árið í röð sem fyrirtækið hlýtur þann titil.

Af þeim tæplega 35.000 skráðum fyrirtækjum á Íslandi eru einungis 682 fyrirtæki sem uppfylla skilyrði Creditinfo til þess að teljast framúrskarandi. Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að sýna stöðugleika í reksti og teljast líkleg til að efla hag hluthafa og fjárfesta. Ferðaþjónusta bænda hf. er því á meðal 1,9% íslenskra fyrirtækja sem standast þær kröfur.

Það er fyrirtækinu mikils virði að teljast til þessa hóps framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi sjötta árið í röð eða frá upphafi listans.

Ferðaþjónusta bænda hf. er framúrskarandi fyrirtæki

Upplýsingar um framúrskarandi fyrirtæki á vef Creditinfo.