Brekkugerði gistiheimili í LaugarásiBrekkugerði gistiheimili í Laugarási

Gistiheimilið Brekkugerði er hlýlegur, fjölskyldurekinn gististaður í Laugarási, skammt frá bökkum Hvítár. Gisting í 9 tveggja manna herbergum, sameiginleg setustofa og sólarverönd í gróðurmiklum og skjólríkum garði. Staðurinn hentar öllum tegundum ferðamanna svo sem einstaklingum, pörum, fjölskyldum og hópum (allt að 18 manns). Tilvalinn dvalarstaður fyrir þá sem vilja bregða sér í dagsferðir til margra kunnustu ferðamannastaða á Suðurlandi. Gönguleiðir í næsta nágrenni og ýmis afþreying í boði. 

Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sameiginlegt baðherbergi
  • Sér baðherbergi
  • Wi-Fi
  • Sjónvarp inni á herbergjum

Í nágrenni

  • Skálholtskirkja  4 km
  • Kerið  26 km
  • Geysir  27 km
  • Gullfoss  41 km
  • Hjálparfoss  44 km
  • Stöng  - 45 km

Gistiaðstaða

9 tveggja manna herbergi, ýmist með tveimur rúmum eða tvíbreiðu rúmi. 7 herbergi eru með sérbaði en 2 herbergi deila sama baðherbergi. Hægt er að setja inn aukarúm fyrir börn. Lítill eldhúskrókur er í einu herbergi. Í hverju herbergi er flatskjár og nettenging, Öll herbergi eru smekklega innréttuð.

 
Veitingar/máltíðir

Morgunverður er í boði kl. 7:30-10:00. 

 
Þjónusta/afþreying

Gististaðurinn er í eigu fjölskyldu, sem býr á staðnum, og er boðin og búin að aðstoða við hvaðeina með persónulegri þjónustu. Gönguleiðir í næsta nágrenni. Ýmis afþreying í boði í grennd við Laugarás, stangveiði, flúðasiglingar, hestaferðir og skipulagðar skoðunarferðir um hálendið og jöklaferðir. Sundlaugar í Brautarholti, Reykholti, á Borg, Laugarvatni og Flúðum. Golfvellir á Flúðum, Geysi og Selfossi. Næstu matvöruverslanir og veitingastaðir í Skálholti, Reykholti, á Flúðum og á Selfossi. Húsdýragarðurinn Slakki er í göngufæri sem er skemmtileg afþreying fyrir fjölskyldur.

 
Miðsvæðis á Suðurlandsundirlendi

Brekkugerði, í garðyrkjuþorpinu Laugarási, hentar vel sem bækistöð fyrir stuttar eða langar dagsferðir til vinsælla ferðamannastaða í þessum landshluta. Þá er ýmis afþreying í boði fyrir ferðamenn í næsta nágrenni, t.d. hestaferðir (Vorsabær II og Hestakráin), flúðasiglingar (Drumboddsstaðir), stangveiðar (Sel og Spóastaðir) o.fl. Gestgjafar í Brekkugerði eru reiðubúnir að veita allar nánari upplýsingar.

 
Uppsveitir, Rangárvellir og Eyjafjöll

Af kunnum stöðum í nágrenni Brekkugerðis, sem henta vel til styttri dagsferða, má nefna Skálholt, Laugarvatn, Þingvelli og Kerið og að sjálfsögðu hverasvæðið við Geysi og fegursta foss á Íslandi, Gullfoss. Frá Laugarási er tilvalið að taka dagsferð í að aka t.d. að Seljalandsfossi og Skógarfossi eða bregða sér í skoðunarferð í Þórsmörk. Jafnvel Vestmannaeyjar eru innan seilingar í dagsferð frá Laugarási.

 
Náttúruperlur við hálendisbrún

Þjórsárdalur (33 km akstur frá Laugarási) er við jaðar miðhálendisins, skammt frá rótum Heklu. Þetta er fallegt svæði og sannkölluð paradís fyrir göngufólk og náttúruunnendur. Þar má m.a. skoða Þjóðveldisbæinn sem er endurgerð af Stöng (bæ frá þjóðveldisöld), njóta einstakrar náttúrufegurðar í Gjánni og staldra við hjá Hjálparfossi. Upp úr Þjórsárdal má svo aka eftir malbikuðum vegi og kynnast töfrum öræfanna. 


Gestgjafi: Haraldur A. Haraldsson

 

í nágrenni