Hraunmörk við Selfoss



Hraunmörk við Selfoss

Fjögur 6 manna vönduð og nútímaleg sumarhús í umhverfi hrauns og mosa við Skeiðaveg, skammt frá vegamótum við hringveginn, 17 km frá Selfossi. Staður sem hentar bæði til hvíldar, hressingar og skoðunarferða um Suðurland. Rúmgott sameiginlegt rými, fullbúið eldhús, sjónvarp með gervihnattatengingu, DVD og CD. 

Opið allt árið. Lágmarksdvöl 3 nætur. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Bústaður
  • Wi-Fi
  • Sjónvarp inni á herbergjum
  • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

  • Skeiðalaug jarðhitasundlaug 10 km
  • Hestaleiga 11 km
  • Sólheimar sjálfbært samfélag 12 km
  • Kerið 33 km
  • Selfoss 17 km
  • Laugarvatn Fontana Spa heilsulind 28 km
  • Skálholt 29 km
  • Geysir 43 km
  • Gullfoss 49 km

Á Hraunmörk er boðið upp á fjögur vel útbúin og nútímaleg sumarhús í umhverfi hrauns og mosa.

Húsin eru öll 6 manna með 3 svefnherbergjum, hjónarúm er í öllum herbergjum. Uppbúin rúm, hágæða rúmdýnur, dúnsængur og myrkvunargardínur. Baðherbergi með sturtu, nokkrar stærðir af handklæðum og hárblásari.

Lágmarksdvöl eru 3 nætur.

Í hverju húsi er fullbúið eldhús með stórum amerískum ísskáp/frystiskáp með klakavél og rennandi vatni, uppþvottavél, eldavél með ofni, gufugleypir, örbylgjuofn, sjálfvirk kaffikanna, hraðsuðuketill, stór brauðrist, blandari, matvinnsluvél, pottar, pönnur, borðbúnaður, glös o.fl. Borðstofuborð rúmar 8 manns. Í setustofunni er sjónvarp, DVD-CD og gervihnattasjónvarp þar sem hægt er að ná um 200 stöðvum. Frítt þráðlaust internet. Í húsinu er einnig að finna kort af Flóanum, gönguleiðakort og bæklinga.
 
Í anddyrinu er að finna þvottavél og þurrkara (sama vélin), ásamt straujárni og straubretti.

Útipallur er bæði að framan og aftan. Að aftan eru útihúsgögn (stólar og borð) og stórt 4 brennara grill með hliðareldunarplötu. Fallegt fjallaútsýni.

Frá Hraunmörk er mjög auðvelt að ferðast um allt Suðurlandið og njóta alls kyns afþreyingar sem svæðið hefur upp á að bjóða. Ef keyrt er upp Skeiðaveginn þá er þar að finna Skeiðalaugina, svo er sundlaug á Flúðum.

Keyrt er austur og í gegnum Selfoss áfram eftir þjóðvegi 1, þegar kemur að Skeiðaveginum (þjóðvegur 30- Flúðavegvísir) er haldið áfram 2,3 kílómetra. Svæðið er mjög vel merkt frá Skeiðavegi.

Afþreying: Gönguleiðir, sund 10 km, golf á Selfossi (19 km) og Flúðum (30 km).

Í nágrenninu: Sólheimar 12 km, Laugarvatn 28 km, Geysir 43 km, Gullfoss 49 km

Næsta þéttbýli: Selfoss 17 km. 

Gestgjafi: Rósa. 

 

í nágrenni