Hótel Lækur í Hróarslæk



Hótel Lækur í Hróarslæk

Hlýlegt fjölskyldurekið sveitahótel á bænum Hróarslæk á Rangárvöllum, skammt frá suðurjaðri hinna miklu hrauna sem runnið hafa öðru hverju í árþúsundir frá eldfjallinu Heklu sem blasir hér við augum. Herbergi með sérbaðherbergi, matsalur og setustofa með fallegu útsýni. Góð staðsetning til skoðunarferða um suðurlandsundirlendið. 

Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sér baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Wi-Fi
  • Heitur pottur
  • Veitingastaður
  • Vínveitingar
  • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
  • Sjónvarp inni á herbergjum
  • Golfvöllur í nágrenni
  • Aðstaða fyrir fatlaða
  • Merktar gönguleiðir
  • Norðurljósaþjónusta

Í nágrenni

  • Hekla 
  • Jarðhitasundlaug á Hellu 14 km
  • Strandarvöllur 11 km
  • Sögusetur á Hvolsvelli 23 km
  • Lava Centre á Hvolsvelli 23 km
  • Seljalandsfoss 45 km
  • Landeyjahöfn 53 km
  • Secret Lagoon á Flúðum 66 km
  • Skógafoss 72 km
  • Eyjafjallajökull 
  • Þórsmörk
  • Landmannalaugar

Gistiaðstaða

Björt og þægileg herbergi öll með sérbaðherbergi. Fjölskylduherbergi í boði. Gistingin er á tveimur hæðum en á neðri hæð aðalbyggingarinnar er móttaka og matsalur. Á efri hæðinni er notaleg setustofa með útsýni til Heklu og Tindfjalla.

Fjögur sumarhús án eldunaraðstöðu. Í hverju húsi er baðherbergi, svefnherbergi með hjónarúmi, svefnloft með tveimur stökum rúmum og stofa með svefnsófa. Tilvalið fyrir fjölskyldur.  

 
Veitingar/máltíðir

Matsalur á neðri hæð hótelsins tekur allt að 40 manns í sæti. Þriggja rétta kvöldverður, forréttur, aðalréttur og eftirréttur, er borinn fram kl. 19:30 á sumrin og kl. 19:00 á veturna. Við matreiðsluna er lögð áhersla á að nota, ef þess er kostur, hráefni úr heimabyggð, kjöt, ferskt sjávarfang og íslenskt grænmeti. Kaffi eða te er á boðstólum allan daginn. Vínveitingar.

 
Þjónusta/afþreying

Á Læk eru í boði skipulagðar gönguferðir með leiðsögumanni, t.d. upp á fjallið Þríhyrning, ein vinsælasta gönguferðin á þessum slóðum. Íslensk húsdýr eru á bænum og gestum er velkomið að kynnast þeim. Gönguleiðir. Fótboltavöllur og körfuboltaspjald. Fjölskrúðugt fuglalíf meðfram læknum, sem rennur hjá bænum, Hróarslæk. 18 holu golfvöllur, Strandarvöllur, er í 15 mín. akstursfjarlægð. Næsta þéttbýli með góðri sundlaug, veitingastöðum, verslunum og annarri þjónustu: Hella (14 km).

 
Náttúruperlur á Suðurlandi

Hótel Lækur er í um 10 km akstur frá þjóðvegi 1, miðsvæðis í víðáttumiklu héraði þar sem eru margar kunnustu náttúruperlur á Íslandi og vinsælir viðkomustaðir ferðamanna. Í dagsferðum frá Læk má m.a. skoða Gullfoss og Geysi (90 km), njóta náttúrufegurðar í jaðri öræfa og undir rótum Heklu í Þjórsárdal (84 km) eða heimsækja lítil sjávarþorp við ströndina. Í austurátt eru m.a. Fljótshlíð (24 km), Seljalandsfoss (45 km), Þórsmörk (55 km – áætlunarferðir daglega frá Hvolsvelli (23 km)) og Skógafoss, einn fegursti foss á landinu undir rótum Eyjafjallajökuls (72 km).

 
Gamli torfbærinn á Keldum

Á Keldum (6 km í austur frá Hótel Læk), gömlu höfuðbóli í sveitinni, er íslenskur torfbær og safn í varðveislu og umsjá Þjóðminjasafnsins. Meðal húsanna, sem þar hafa varðveist, er eldforn skáli, talinn vera að stofni til frá miðri 13. öld og elsta hús sinnar tegundar á Íslandi.

 
Í fótspor kappa, spekinga og kvenskörunga

Hótel Lækur er á söguslóðum Njáls sögu sem er frægust allra Íslendinga sagna og að flestra dómi ein af miðaldaperlum heimsbókmenntanna. Í Sögusetrinu á Hvolsvelli (23 km) er sérstök Njálusýning með hljóðleiðsögn á ýmsum tungumálum þar sem má fá innsýn í heim sögunnar, goðafræði og menningu sögualdar.

 
Gunnarsholt - barátta Íslendinga við jarðvegseyðingu

Bærinn Hóarslækur er á þeim slóðum þar sem Íslendingar hófu af alvöru baráttu gegn eyðingu gróðurlendis af völdum sandfoks. Skammt frá hótelinu er Gunnarsholt (4 km) þar sem uppgræðsla foksanda hófst um 1930 og þar sem nú eru höfuðstöðvar Landgræðslu ríkisins. Í Gunnnarsholti er Sagnagarður, fræðslu- og kynningarsetur Landgræðslunnar [The Visitor Centre Sagnagardur], aðgengileg sýning um baráttu Íslendinga við jarðvegseyðingu. Opið yfir sumarmánuðina.

Gestgjafar: Gunnar og Emilía.

 

í nágrenni