Brúnalaug í EyjafjarðarsveitBrúnalaug í Eyjafjarðarsveit

Heilsárshús fyrir 5 manns í friðsælu og fallegu umhverfi í Eyjafjarðarsveit, 13 km frá Akureyri.  Grænmetisræktun er á bænum og því er hægt að kaupa ferskt grænmeti af gestgjöfunum. Gönguleiðir eru í næsta nágrenni og víða til fjalla og dala í sveitinni. Fjölbreytt fuglalíf. Ýmis afþreying í boði í grenndinni og á Akureyri. Góð staðsetning til dagsferða um miðbik Norðurlands. Opið allt árið.  Lágmarksdvöl 2 nætur

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Bústaður
 • Hefðbundinn búskapur
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Eldunaraðstaða
 • Sjónvarp inni á herbergjum
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Hreint og öruggt

Í nágrenni

 • Gönguleiðir og fuglaskoðun
 • Sundlaug Hrafnagil 2 km
 • Jólagarðurinn 3 km
 • Golf á Þverá 5 km
 • Akureyri 12 km
 • Smámunasafn Sverris Hermannssonar 17 km

Gistiaðstaða

Vel búið og notalegt sérhús á bænum, spölkorn frá íbúðarhúsi ábúenda á jörðinni. Í húsinu geta 5 manns sofið í 3 svefnherbergjum og að auki er svefnsófi í setustofu þar sem 2 geta sofið. Hægt að fá barnarúm og barnastól án endurgjalds. Gott eldhús og tvö baðherbergi eru í húsinu. Í stofu er sjónvarp og DVD-spilari. Stór verönd með grilli og heitum potti.

Lágmarksdvöl 2 nætur.

 
Veitingar/máltíðir

Gestir sjá um allar máltíðir og matseld sjálfir. Matvöruverslanir á Akureyri (13 km). Næstu veitingastaðir: Silva, grænmetisréttir og hráfæði (1 km), Lamb Inn, veitingastaður með vínveitingaleyfi, á Öngulsstöðum (4,5 km). Kaffi Kú í Garði (5 km). Í Holtseli er kaffihús og ísbar (9 km).

 
Þjónusta/afþreying

Á Brúnalaug er ylrækt. Gestir eru velkomnir í gróðurhúsið og þar er hægt að kaupa ferskt grænmeti, t.d. papriku, agúrku og steinselju. Hestaferðir: Hestaleigan Uppsölum (3 km) og Hestaleigan Kátur, Kaupangi (10 km). Golfvellir á Þverá (6 km), á Leifsstöðum (11 km) og á Akureyri (Jaðarsvöllur 15 km). Sundlaug á Hrafnagili (2 km). Jólagarðurinn, Sléttu, rétt norðan við Hrafnagil, verslun með jólavörur árið um kring (3 km). Smámunasafnið í Sólgarði (17 km). Gott og vinsælt skíðasvæði í Hlíðarfjalli, ofan við Akureyri (20 km). Næsta þéttbýli: Akureyri (13 km).

 
Eyjafjarðarsveit – göngu- og ökuleiðir

Sveitin Eyjafjörður er 60 km frá fjarðarbotni við Akureyri inn í dalbotn, fallegt og veðursælt hérað sem býður ferðamönnum fjölmargt til afþreyingar, útivistar, gönguferða, fjallgöngu og náttúruskoðunar. Frá Brúnalaug blasir fremri hluti sveitarinnar við og þangað er tilvalið að bregða sér í hringferð um þessar slóðir. Vinsæll áningarstaður á þeirri leið, kjörinn til að snæða nestið sitt, liðka fætur og lofa börnunum að að bregða á leik er í Leyningshólum (30 km), framarlega í sveitinni, svæði með náttúrulegum birkiskógi, skógrækt, göngustígum, hólum og skjólsælum lautum.

 
Akureyri – byggðasafnið í Laufási

Akureyri, höfuðstaður Norðurlands er 13 km frá Brúnalaug, fjölmennasti bær utan höfuðborgarsvæðisins, verslunar-, sjávarútvegs-, skóla- og menningarbær og stjórnsýslumiðstöð. Þar er litríkt mannlíf á nútímavísu, söfn, listagallerí, veitingastaðir, kaffihús, verslanir, menningarhúsið Hof, leikhús, skemmtistaðir og krár. Út með firðinum austan megin (26 km frá fjarðarbotni) stendur byggða- og minjasafnið í Laufási í reisulegum íslenskum torfbæ; þar er allt innanstokks eins og tíðkaðist á heimili sveitarhöfðingja um 1900 (opið yfir sumarmánuðina).

 
Náttúruperlur á Norðurlandi og Siglufjörður

Til Mývatns og einstakra náttúrufyrirbæra, sem þar er að sjá, eru aðeins 75 km frá Brúnalaug (og á þeirri leið er einn kunnasti foss á Íslandi – Goðafoss). Til Húsavíkur, bæjar sem er víðkunnur fyrir hvalaskoðunarferðir, eru 100 km. Út með Eyjafirði að vestan eru 94 km til Siglufjarðar, bæjar sem var „höfuðborg síldveiða“ við Ísland á fyrri hluta 20. aldar og er nú fjölsóttur ferðamannastaður. Þar er m.a. skemmtilegt og fræðandi safn um sögu síldaráranna, Síldarminjasafnið.

Gestgjafar: Anna og Gísli

 

í nágrenni