Jöklaveröld - Hoffell



Jöklaveröld - Hoffell

Gistiheimili í þremur byggingum, 21 eins til þriggja manna herbergi með sameiginlegu eða sérbaði, við suðausturrætur Vatnajökuls, nærri Hoffellsjökli, í friðsælu og fallegu umhverfi, 20 km frá Höfn í Hornafirði. Heitar náttúrulaugar eru á staðnum. Einstakt útivistar- og göngusvæði í grennd við gistiheimilið. Fjölbreyttir möguleikar til útivistar og afþreyingar. 

Opið:  1. feb. - 1. nóv.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sameiginlegt baðherbergi
  • Sér baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Hefðbundinn búskapur
  • Wi-Fi
  • Heitur pottur
  • Vínveitingar
  • Golfvöllur í nágrenni
  • Aðstaða fyrir fatlaða
  • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

  • Heitar náttúrulaugar
  • Fallegt göngusvæði
  • Hoffellsjökull 
  • Jökla- og bátsferðir
  • Fjórhjólaferðir
  • Höfn 20 km
  • Jökulsárlón 65 km
  • Skaftafell 120 km

Gistiaðstaða

Hús 1 - Miðfell: 8 eins, tveggja og þriggja manna herbergi á tveimur hðum. Á báðum hæðum er að finna 4 herbergi og 2 baðherbergi. 

Hús 2 - Hlaða: 8x2 mannaherbergi, öll með sérbaðherbergi, á efri hæð hússins. Á neðri hæð er móttaka, sýningarherbergi og matsalur með útsýni til jökla og fjalla.

Hús 3 - Fjós: 2x3 manna herbergi og 3x2 manna herbergi á einni hæð.

Öll gistirýmin eru á svæði sem er nálægt aðalbyggingunni, Hlöðunni. 

Ókeypis þráðlaust netsamband í öllum húsunum. Þvottaaðstaða er í boði fyrir gesti.

 
Veitingar/máltíðir

Morgunverður er innifalinn í verði. Næstu matvöruverslanir eru í sjávarútvegsbænum Höfn í Hornafirði (20 km). Á Höfn eru einnig nokkrir ágætir veitingastaðir og í sveitinni sjálfri má benda á veitingastaðina Hótel Smyrlabjörg Restaurant (33 km), Restaurant Fjósið í Hólmi (18 km) og Þórbergssetur á Hala í Suðursveit (53 km).

 
Þjónusta/afþreying

Skammt frá gistihúsunum eru fimm náttúrulaugar í sérstæðri umgjörð með frábæru útsýni sem gestir hafa ókeypis afnot af. Fjölmargar gönguleiðir eru frá Hoffelli og nánast við hvert fótmál undir suðurrótum Vatnajökuls. Ýmis ferðaþjónustufyrirtæki í Hornafirði sérhæfa sig í skipulegum ferðum upp á Vatnajökul og um aðra kunna staði í þessum landshluta þar sem eru suðurmörk Vatnajökulsþjóðgarðs. Fuglaskoðun. Friðlandið Ósland og Jöklasafnið á Höfn; á safninu er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Dagsferðir að Jökulsárlóni (65 km), í Skaftafell (120 km) eða í Lón, paradís útivistar- og göngufólks (40 km). Hestaleiga í Árnanesi (13 km). 9 holu golfvöllur, Silfurnesvöllur, hjá Höfn. Næsta þéttbýli með sundlaug, matvöruverslunum, veitingastöðum, ferðaþjónustufyrirtækjum og allri almennri þjónustu: Höfn (20 km).

 
Einstæð upplifun fyrir náttúruunnendur og útivistarfólk

Gistiheimilið í Hoffelli er aðeins 3 km frá Hoffellsjökli. Hann er á meðal stærri skriðjökla sem ganga suður úr Vatnajökli. Að jökulsporðinum og inn með jöklinum liggja frábærar gönguleiðir, langar eða stuttar, léttar og erfiðar. Náttúran á þessum slóðum einkennist af miklum andstæðum, víðáttumiklu og grösugu flatlendi, háum fjöllum, sem mörg eru hömrum girt, drynjandi skriðjöklum, silfurglitrandi jökulvelfingu Vatnajökuls, kolgráum og köldum jökulfljótum og funheitum jarðhitalindum. Við ströndina fellur svo úthafsaldan á svarta sanda.

 
Vatnajökulsþjóðgarður, Haukafell, Fláajökull

Fjallendið við suðurrætur Vatnajökuls, allt frá því komið er austur fyrir Jökulsárlón og þar til blasa við Lónsöræfiog Stafafellsfjöll í Lóni, næstu sveit fyrir austan Hornafjörð, er eitt vinsælasta útivistar-, göngu- og jöklaferðasvæði landsins. Gönguleiðir eru fjölbreyttar, miserfiðar og –langar, en allir ættu að finna slóðir við sitt hæfi. Hér eru suðurmörk Vatnajökulsþjóðgarðs en í jaðri hans eru stikaðar gönguleiðir með fræðsluskiltum. Vinsæl útivistarsvæði eru í Haukafelli (16 km) og við Fláajökul (24 km). Gönguleiðakort um þessi svæði og vinsælar gönguslóðir í nágrannasveitum má fá t.d. á upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn á Höfn.

 
Jökulsárlón, Skaftafell

Frá Hoffelli er svo tilvalið að bregða sér í dagsferð til að sjá með eigin augum eina þekktustu náttúruperlu á Íslandi, Jökulsárlón (65 km). Þaðan er svo ekið í vestur um Öræfasveit í náttúruparadísina Skaftafell (120 km frá Hoffelli), stað sem er sannköllið vin í eyðimörk, unaðsreitur þar sem mætast andstæður íslenskrar náttúru, gróðursæld og birkiilmur og eyðandi máttur jökla og ólgandi jökulfljóta.


Gestgjafar: Fríða, Ingibjörg og Þrúðmar.

 

í nágrenni