Hjarðarból í ÖlfusiHjarðarból í Ölfusi

Vinalegt, fjöskyldurekið gistiheimili, rétt við veg. nr 1, mitt á milli þéttbýlisstaðanna Hveragerðis og Selfoss; aðeins 30 mín. akstur til og frá höfuðborginni, Reykjavík. Herbergi með sameiginlegu og sérbaði. Heimilislegt andrúmsloft og ýmislegt sem minnir á liðna tíð. Góð staðsetning til skoðunarferða um Suðurland og Reykjanesskaga og fyrir dagsferðir til Reyjavíkur. 

Opið allt árið að undanskildum jólum og áramótum.  

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Voffi velkominn

Í nágrenni

 • Hestaleiga 2 km
 • Jarðhitasundlaug á Selfossi 5 km
 • Hveragarður í Hveragerði 6 km
 • Golf á Gufudalsvelli 10 km
 • Byggðasafn á Eyrarbakka 19 km
 • Kajakferðir á Stokkseyri 20 km
 • Skálholt 42 km
 • Þingvellir 46 km
 • Sögusetrið á Hvolsvelli 56 km
 • Geysir 66 km

Gistiaðstaða

Gistingin er í nokkrum húsum. Í eldra húsi (reist um miðja síðustu öld) eru eins manns og tveggja manna herbergi (tvö rúm eða tvíbreitt rúm), öll með handlaug og deila tveimur sameiginlegum baðherbergjum. Í þessu húsi er einnig lítið eldhús, eingöngu til afnota fyrir þá sem gista í húsinu. Í nýrri byggingum eru tveggja og þriggja manna og fjölskylduherbergi með sérbaðherbergi, matsalur og setustofa. Verönd með útsýni yfir sveitina og til fjalla. Frítt þráðlaust netsamband er í sameiginlegu rými.

 
Veitingar/máltíðir

Ríkulegt morgunverðarhlaðborð þar sem lögð er áhersla á heimagerða rétti og í boði t.d. 8-12 tegundir af sultu og marmelaði sem allar eru lagaðar heima á Hjarðarbóli og eru jafnframt til sölu í móttökunni. Aðrar máltíðir í boði ef pantað er fyrirfram. Ágætt úrval matsölu- og veitingastaða í sveitinni og á Selfossi (5 km) og í Hveragerði (6 km).

 
Þjónusta/afþreying

Fjölmargar gönguleiðir um dali og fjalllendi inn af gróðurhúsaþorpinu Hveragerði. Skipulagðar gönguferðir með leiðsögumanni í boði frá Hveragerði, hjólaleiga og brimbrettaleiga (Iceland Activities). Hestaferðir hjá Sólhestum (1 km) og Eldhestum (5 km). Safn um álfa, tröll og norðurljós (Icelandic Wonders Museum) og kajakasiglingar á Stokkseyri (20 km). Húsið, byggðasafn á Eyrarbakka (19 km). Hveragarðurinn [Geothermal Park] í Hveragerði (5 km). 9 holu golfvellir við Selfoss og hjá Hvergerði. Góðar jarðhitasundlaugar í Hveragerði (Laugaskarð) og á Selfossi. Næstu þéttbýli með verslunum, veitingastöðum og ýmissi almennri þjónustu við ferðamenn: Selfoss (5 km) og Hveragerði (6 km). Til höfuðborgarsvæðisins eru 40 km. frá Hjarðarbóli.

 
Hveragerði, gróðurhúsabærinn, náttúrulaugar

Þorpið Hvergerði á sér fáa líka í veröldinni. Húsin eru nánast inni á jarðhitasvæði og þorpið varð reyndar til þegar menn fóru að nýta jarðhitann til grænmetis- og blómaræktunar í gróðurhúsum. Ylrækt er aðalatvinnuvegur þorpsbúa og þarna er Garðyrkjuskóli ríkisins. Fyrir innan þorpið er Reykjadalur, vinsælt göngusvæði og útivistarsvæði. Hér er víða hiti í jörðu og má finna náttúrulegar laugar þar sem jarðhitavatn blandast saman við tæra fjallalæki í grasi grónum hvömmum og litríkum giljum. Flestum er það ógleymanleg upplifun að slaka á í þessum laugum úti í óspilltri náttúrunni.

 
Geysir, Gullfoss, Þjórsárdalur

Í dagsferðum frá Hjarðarbóli er hægt að heimsækja allar kunnustu náttúruperlur á Suður-Íslandi. Í sveitunum inn til landsins, þar sem eldfjallið Hekla setur mestan svip á fjallahringinn, eru heimskunnir staðir eins og jarðhitasvæðið við Geysi (66 km), þar sem hverinn Strokkur gýs á 10-15 mín. fresti, og fossinn Gullfoss (76 km), fegursti foss á Íslandi. Við rætur Heklu, undir suðurjaðri miðhálendisins er heillandi útivistar- og göngusvæði í Þjórsárdal (70 km) þar sem má m.a. sjá „þjóðveldisbæinn“, endurgerð af dæmigerðum híbýlum fólks um aldamótin 1100.

 
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Bláa lónið

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum (38 km) er undursamlegur staður, náttúrusmíð sem á engan sinn líka og einn af þeim stöðum á Íslandi þar sem má sjá skilin þar sem Ameríkuflekinn og Evrasíuflekinn mætast og gliðna í sundur um 2 cm á ári. Þingvellir eru söguhelgur staður á Íslandi; hér var hið forna Alþingi sett í fyrsta skipti árið 930 og íslenska lýðveldið var stofnað á Þingvöllum árið 1944. Í vestur frá Hveragerði liggur ágætur vegur eftir suðurströnd Reykjanesskaga (nr, 427). Eftir þeim vegi eru um 81 km í Bláa lónið frá Hjarðarbóli og um 110 km til Keflavíkurflugvallar.

Gestgjafi: Helga. 

 

í nágrenni