Gistiheimilið LambastöðumGistiheimilið Lambastöðum

Gistiheimili í sveit á víðáttumiklu undirlendi Suður-Íslands, skammt frá helsta þéttbýlisstað og þjónustumiðstöð á þessum slóðum. Gisting í sérstakri byggingu í herbergjum sem öll eru með sérbaðherbergi. Á bænum er stundaður búskapur með kindur, hesta, hæsni og endur. Gestum velkomið að kynnast dýrunum. Bærinn er rétt við þjóðveg nr. 1 og stutt að aka og heimsækja áhugaverða staði á Suðurlandi. Opið frá 6. janúar til 21.desember.

Veldu dagsetningar
Frá:97 kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Hefðbundinn búskapur
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Norðurljós

Í nágrenni

 • Jarðhitasundlaug og veitingastaðir á Selfossi 7 km
 • Hestaleiga 17 km
 • Hveragarður á Hveragerði 21 km
 • Skálholt 37 km
 • Sögusetur á Hvolsvelli 40 km
 • Laugarvatn 49 km
 • Þingvellir 52 km
 • Geysir 62 km
 • Gullfoss 65 km

Gistiaðstaða

11x2 manna herbergi, öll með sérbaðherbergi og ókeypis þráðlausu netsambandi. Matstofa og setkrókur. Verönd með heitum potti.

 
Veitingar/máltíðir

Hægt er að fá morgunverð. Á Selfossi (8 km) eru nokkrir matsölu- og veitingastaðir og veitingastaður er á gistiheimilinu í Vatnsholti (10 km), nokkru sunnar í sveitinni en Lambastaðir.

 
Þjónusta/Afþreying

Gestgjafar eru reiðubúnir að veita upplýsingar um áhugaverða staði á Suðurlandi og hvað afþreying sé í boði á svæðinu, m.a. dagferðir á sérbúnum jeppum inn á hálendið. Börnum er velkomið að heilsa upp á húsdýrin á bænum. Næsti þéttbýlisstaður er Selfoss (8 km); þar eru matsölu- og veitingastaðir, verslanir, ýmis önnur þjónusta við ferðamenn og góð sundlaug með barnasundlaug, rennibraut, leiktækjum o.fl. 9 holu golfvöllur er við Selfoss. Hestaferðir (17 km). Safn um álfa, tröll og norðurljós (Icelandic Wonders Museum) og kajakasiglingar á Stokkseyri (22 km). Hveragarðurinn í gróðurhúsaþorpinu Hveragerði (21 km). Sögusetrið á Hvolsvelli (40 km).

 
Víðsýni og fögur fjallasýn

Gistiheimilið á Lambastöðum er skammt frá þjóðvegi 1 þar sem hann liggur um stærsta, samfellda undirlendi á Íslandi og eitt mesta landbúnaðarhérað landsins. Frá bænum er víðsýnt, niður til strandar og til fjalla þar sem eldfjallið Hekla og Eyjafjallajökull setja mestan svip á umgjörðina.

 
Úthafsöldur, sjávarþorp og álfar og tröll

Frá þjóðvegi 1 á þessum slóðum liggja vegir niður á ströndina í suðri þar sem úthafsaldan brotnar með þungum nið á skerjum, hraunklettum og svörtum sandi. Á sjávarbakkanum eru tvö þorp, Stokkseyri og Eyrarbakki (22 km um Selfoss); þar er tilvalið að rölta um sérstæða fjöruna og líta inn á safn um álfa og tröll í íslenskum þjóðsögum á Stokkseyri og byggðasafnið í Húsinu á Eyrarbakka.

 
Frægir viðkomustaðir í Gullna hringnum

Skammt frá Lambastöðum eru vegamót þar sem liggur vegur inn til landsins og til uppsveita í héraðinu. Þar er að finna sumar kunnustu náttúruperlur á Íslandi eins og hverasvæðið við Geysi (62 km) og einn fegursta foss landsins, Gullfoss (65 km). Á þessum slóðum er einnig Skálholt (37 km), merkur sögustaður þar sem var biskupssetur og helsta menntasetur Íslendinga í meira en 700 ár.

 
Heilsulind og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Gott er að slaka á og endurrnæra sál og líkama í Laugarvatn Fontana, Spa and Wellness Centre (49 km frá Lambastöðum). Til Þjóðgarðsins á Þingvöllum, einstakrar náttúruperlu og nánast helgistaðar í sögu Íslendinga, eru 25 km frá Fontana Spa (ekið um Lyngdalsheiði) en 52 km frá Lambastöðum.

Gestgjafar: Svanhvít og Almar. 

 

í nágrenni