Hótel LaugarhóllHótel Laugarhóll

Heimilislegt, fjölskyldurekið gistihús í friðsælum, grösugum dal í Bjarnarfirði, miðsvæðis á „Ströndum“, landsvæði á austurströnd Vestfjarðakjálkans. Veitingastaður þar sem lögð er áhersla á rétti úr heimfengnu hráefni. Heit útisundlaug. Heillandi svæði með stórbrotnu landslagi. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar, hestaferðir, veiði og gönguleiðir um heiðar, fjöll og eyðibyggðir.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Heitur pottur
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Sjónvarp inni á herbergjum
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Merktar gönguleiðir
 • Fundar- / Ráðstefnuherbergi

Í nágrenni

 • Strandagaldur - Garldrasýning á Ströndum í Hólmavík 
 • Náttúrulaug Gvendarlaug
 • Djúpsjávarveiði
 • Hólmavík 25 km
 • Norðurfjörður 76 km

Gistiaðstaða

Hótel Laugarhóll er í endurnýjuðu húsnæði sem áður var notað sem heimavistarskóli. Í boði er gisting í 16 herbergjum, 11 með sérbaðherbergi og 5 með sameiginlegu baðherbergi. Möguleiki á aukarúmi inn í 2ja manna herbergi. Einnig aðstaða fyrir hreyfihamlaða. Notaleg setustofa með sjónvarpi og ókeypis þráðlausu netsambandi. Gestir hafa aðgang að leikfimisal þar sem hægt er að bregða sér t.d. í körfubolta eða fara í borðtennis.
Hjá hótelinu er tjaldsvæði með rennandi heitu vatni og salernisaðstöðu.

Þjónusta

Bjartur og hlýlegur veitingasalur með fallegu útsýni yfir dalinn. Heimalagaður matur úr héraði í bland við framandi rétti – ferskt sjávarfang, lambakjötsréttir, heimalagaðar súpur, nýbakað brauð og kryddjurtir úr garðinum.
Veiðileyfi í Bjarnarfjarðará (sjóbleikja). Gallerí Klúka, lítill sölusýningarsalur með íslenskri nútímalist. Góð funda-, ráðstefnu- og tónleikaaðstaða í leikfimisalnum sem er með rúmgóðu sviði og nýtist vel sem samkomusalur. Ókeypis þráðlaust netsamband í almenningsrými.

Afþreying

Sjóstangveiði, hestaleiga, lundaskoðun, gönguleiðir um dalinn og fjöruna. Golfvöllur er á sunnan við Hólmavík. Næsta þéttbýli með verslun og eldsneyti: Drangsnes (18 km), Hólmavík (25 km), Norðurfjörður (75 km).

Sundlaug og heitar laugar

Fátt er notalegra en að slaka vel á eftir gönguferð dagsins í heitri jarðhitalaug – finna þreytuna líða úr líkamanum og horfa á stjörnurnar á heiðskíru haustkvöldi. Við hótelið er 25 m sundlaug með jarðhitavatni (32°C), kölluð „Gvendarlaug“. Þar er einnig náttúruleg heit laug (42°C) og tengd við hana grynnri laug fyrir börnin.

Norður Strandir – stefnumót við ystu byggðir

Frá Laugarhóli er tilvalið að fara í dagsferðir um næstu byggðir meðfram ströndinni í norðri. Þá má t.d. skoða yfirgefna síldarverksmiðju í Djúpuvík í Reykjafirði, aka til Trékyllisvíkur og bregða sér í jarðhitalaugina í fjöruborðinu, Krossaneslaug í Norðurfirði. Á þessum slóðum mætast úthafið og hvassbrýnd fjöll. Vegurinn þræðir hálsa og brattar hlíðar milli bæja við víkur og firði sem eru nú flestir komnir í eyði. Hér verða til minningar um óblíða, ósnortna og ægifagra náttúru sem aldrei gleymast.

Draugar, tröll og galdramenn

Í hugum Íslendinga hafa Strandir á sér dulúðugan blæ. Í þjóðsögum eru þær ekki aðeins heimkynni drauga, álfa og trölla heldur voru íbúarnir taldir búa margir yfir galdrakunnáttu sem þeir neyttu bæði til góðs og ills. Á Hólmavík er „Strandagaldur“, Íslenska galdrasafnið [The Museum of Icelandic Sorcery & Witchcraft] sem laðar til sín fjölmarga gesti. Í tengslum við safnið er Kotbýli kuklarans [The Sorcerer's Cottage] á Klúku í Bjarnarfirði, við hliðina á Hótel Laugarhóli, endurgerð á dæmigerðu íslensku sveitakoti fátækrar alþýðu á 18. öld.

Gestgjafar:  Viktoría Rán og Hlynur

 

í nágrenni