Hótel GrímsborgirHótel Grímsborgir

Fyrsta flokks gisting í glæsilega búnum íbúðum og herbergjum með öllum þægindum á friðsælum stað á suðvestur-Íslandi, í aðeins 45 mín. akstur frá höfuðborginni Reykjavík. Hlýlegur veitingastaður með áherslu á ljúffenga rétti af matseðli úr íslensku hráefni. Góð þjónusta og róandi andrúmsloft. Stutt að aka til þess að sjá margar af kunnustu náttúruperlum á sunnanverðu landinu. Opið allt árið. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver nótt á herbergi
Bóka

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Íbúð
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Veitingastaður
 • Sjónvarp
 • Máltíðir í boði
 • Eldunaraðstaða
 • Fundar- / Ráðstefnuherbergi
 • Merktar gönguleiðir
 • Norðurljós

Í nágrenni

 • Golf 3 km
 • Kerið 10 km
 • Jarðhitasundlaug 13 km
 • Hestaleiga 15 km
 • Þingvellir 22 km
 • Sólheimar sjálfbært samfélag 23 km
 • Skálholt 30 km
 • Laugarvatn Fontana Spa heilsulind 32 km
 • Geysir 54 km
 • Gullfoss 63 km

Gistiaðstaða

2 x 18m2 tveggja manna herbergi með baðherbergi og sturtu.

14 x 24m2 tveggja eða þriggja manna herbergi með baðherbergi og sturtu.

4 x 56m2 íbúðir með 2 svefnherbergjum, baðherbergi með sturtu, stofu og eldhúsi; 8 svefnpláss.

5 x 200m2 íbúðir með 4 svefnherbergjum, setustofu, borðstofu, stóru baðherbergi með sturtu og kerlaug, og rúmgóðu eldhúsi með öllum tækjum sem heyra til fullbúnu eldhúsi. Stór verönd með heitum potti og útigrilli; 7 svefnpláss.

1 x 130 m2 hús á tveimur hæðum; 4 svefnherbergi, baðherbergi með sturtu, stofa og eldhús; 8 svefnpláss.

Fjölrása sjónvarp og ókeypis þráðlaust netsamband í öllum herbergjum og íbúðum.

 
Veitingar/máltíðir

Veitingastaðurinn Grímsborgir, sem tekur allt að 60 manns í sæti, er hlýlegur og heimilislegur. Fjölbreytt morgunverðarhlaðborð. „À la Carte“ matseðill þar sem í boði eru m.a. matarmiklar súpur með heimabökuðu brauði og ljúffengir réttir þar sem lögð er áhersla á nýtt og ferskt íslenskt hráefni. Í íbúðum og húsi er fyrsta flokks eldunaraðstaða í vel búnu eldhúsi og útigrill á verönd.

 
Þjónusta/afþreying

Á veitingastaðnum er fundaraðstaða fyrir allt að 20 manns. Í næsta nágrenni við Hótel Grímsborgir eru góðar gönguleiðir, hvort sem er á láglendi eða upp til fjalla, og ýmis þjónusta í boði fyrir ferðamenn, hestaferðir, jöklaferðir og ökuferðir um óbyggðir á sérbúnum jeppum. Næstu sundlaugar á Selfossi (13 km) og á Borg í Grímsnesi (17 km). Í Öndverðanesi í Grímsnesi (6 km) er 18 holu golfvöllur. Næsta þéttbýli með verslun og ýmissi annarri þjónstu er Selfoss (13 km).

 
Friðsæld, náttúrufegurð og norðurljós

Hótel Grímsborgir eru á friðsælum stað, í kjarri vöxnu landi við ána Sog sem rennur úr Þingvallavatni. Af veröndum við húsin er fagurt útsýni yfir sveitina og á veturna er ógleymanlegt að njóta þess í lognkyrru veðri á heiðskíru kvöldi að horfa upp í stjörnubjartan himin og á sindrandi norðurljósin.

 
Ein af gersemum Íslands - Þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Til Þjóðgarðsins á Þingvöllum eru aðeins 22 km frá Hótel Grímsborg-um. Þingvellir, ein af listasmíðum íslenskrar náttúru og undurfallegur staður, er friðlýstur hegistaður Íslendinga og á Heimsminjaskrá Mennngarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hér hittust afkomendur víkinga á Alþingi frá 930 til 1798 og íslenska lýðveldið var stofnað formlega á Þingvöllum 17. júní 1944. Í gestastofu þjóðgarðsins er margmiðlunarsýning um sögu og náttúru Þingvalla (opin daglega allt árið 09:00-17:00). Þar einnig minjagripaverslun og upplýsingamiðstöð. Stikaðar og merktar gönguleiðir um þjóðgarðinn (gönguleiðakort fást í gestastofu).

 
Heilsulindir, goshverir, fossar og sögustaðir

Laugarvatn Fontana, Spa and Wellness Centre (32 km), er freistandi baðstaður og heilsulind þar sem má slaka á í heitum pottum og gufuböðum. Til jarðhitasvæðisins við Geysi, þar sem Strokkur gýs á 10 til 12 mín. fresti, eru 54 km og að Gullfossi, einum fegursta fossi í Evrópu, eru 63 km frá Hótel Grímsborgum. Í um 10 mín. akstur frá hótelinu er Kerið, alldjúpur gígur með tjörn í botni. Til sögustaðarins Skálholts, sem var um aldir helsta biskups- og menntasetur Íslendinga, eru 30 km.

Gestgjafar: Ólafur og Kristín. 

 

í nágrenni