Gistihúsið Kiðagil í Bárðardal



Gistihúsið Kiðagil í Bárðardal

Gisti- og veitingastaður í sumarkyrrð í íslenskri sveit. Kiðagil er í miðjum  Bárðardal, á norðaustanverðu Íslandi, rétt hjá brúnni yfir Skjálfandafljót. Fram dalinn frá Kiðagili liggur fjölfarin leið inn á hálendið, Sprengisandsleið. Ekki er langt að aka til þéttbýlli staða, um klukkustundarakstur til Akureyrar, höfuðstaðar Norðurlands, eða Húsavíkur, verslunar- og þjónustubæjar héraðsins. Opið 10. júní til 10. september.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sér baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Wi-Fi
  • Gufubað / Spa
  • Veitingastaður
  • Vínveitingar
  • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
  • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

  • Goðafoss og Aldeyjarfoss
  • Sexhólagil
  • Sprengisandur
  • Hvalaskoðun í Húsavík 70 km
  • Mývatn 70 km
  • Akureyri 75 km

Gistiaðstaða

Í boði er gisting í uppbúnum rúmum í eins til fjögurra manna herbergjum. Herbergin eru með handlaug en sameiginleg baðherbergi á göngum. Ókeypis þráðlaust netsamband. Húsnæðið var áður skóli og félagsheimili sveitarinnar.

 
Veitingar

Morgunverður er innifalinn í gistingu. Stór matsalur og veitingastaður með bar. Veitingastaður er opinn kl. 11:00 – 22:00 frá miðjum júní til lok ágústsmánaðar.

 
Aðstaða og afþreying

Setustofa með sjónvarpi . Gufubað sem panta verður með fyrirvara. Tjaldsvæði. Næstu sundlaugar eru á Laugum í Reykjadal (35 km) og Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði (32 km).

 
Fossar sem hrífa hug og hjarta

Bárðardalur er einn af lengstu byggðu dölum á Íslandi, um 45 km. Um hann rennur jökulsáin Skjálfandafljót. Fremst í dalnum er Aldeyjarfoss í fljótinu, fellur þar í umgjörð af stuðlabergi og skessukötlum og er einn fegursti foss landsins. Litlu ofar við Aldeyjarfoss er Ingvararfoss og enn ofar Hrafnabjargafossar. Að Aldeyjarfossi er 15 til 20 mín. akstur frá Kiðagili. Álíka lengi er verið að aka út dalinn að Goðafossi, fossi goðanna, annarri glæsilegri náttúrusmíð í fljótinu.

 
Gönguleiðir, óbyggðir og útilegumenn

Þar sem Bárðardalur nálgast hálendisbrúnina, ekki ýkja langt frá Kiðagili, eru fjölmargar áhugaverðar gönguleiðir. Um 4 km sunnan við Kiðagil, er skemmtileg gönguleið upp með norðanverðu Sexhólagili. Sæmilegur vegur liggur að fremsta bænum austan við Skjálfandafljót, Svartárkoti, þar sem andblær óbyggðanna umvefur ferðamanninn. Þeir sem eru skyggnir á fortíðina geta þar orðið varir við svipi útilegumanna.

 
Hvalaskoðun, Mývatn og jarðböð

Bárðardalur er í Þingeyjarsveit þar sem margt er að upplifa. Hvalaskoðunarferð frá Húsavík (70 km) er áhrifamikið ævintýri. Í bænum er einnig fróðlegt safn um hvali. Til Mývatns eru 70 km eftir þjóðvegi frá Kiðagili. Þar bíða ferðamannsins heimskunnar náttúruperlur eins og hraumyndanir í Dimmuborgum, Hverfjall og bullandi leirhverir í Hverarönd undir Námafjalli. Gott að slaka á fyrir heimferðina í Jarðböðunum við Mývatn.

Gestgjafar: Magnús, Sigurgeir, Sigurlína og Guðrún. 

 

í nágrenni