Hótel SveinbjarnargerðiHótel Sveinbjarnargerði

Hlýlegt og gott sveitahótel á austurströnd Eyjafjarðar, við þjóðveg 1, miðsvæðis á Norðurlandi, aðeins 15 km frá Akureyri, höfuðstað Norðurlands. Fallegt útsýni yfir Eyjafjörð, roðagullin töfraveröld í sólsetri á sumrin og tindrandi heimur stjarna og norðurljósa á heiðríkum vetrarnóttum. Tilvalinn dvalarstaður til dagsferða um kunnar ferðamannaslóðir á Norðurlandi. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Íbúð
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Eldunaraðstaða
 • Sjónvarp inni á herbergjum
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Hleðslustöð
 • Aðstaða fyrir fatlaða
 • Merktar gönguleiðir
 • Fundar- / Ráðstefnuherbergi

Í nágrenni

 • Gönguleiðir
 • Gamli bærinn Laufás 14 km (byggðasafn og torfhús)
 • Akureyri 15 km
 • Sundlaug, veitingastaðir og söfn á Akureyri
 • Hvalaskoðun frá Akureyri eða Hauganesi
 • Jaðarsgolfvöllur 17 km
 • Golfvöllurinn Þverá 19 km
 • Hestaferðir 22 km
 • Goðafoss 34 km
 • Húsavík 75 km
 • Mývatn 79 km

Gistiaðstaða

Gisting í þremur byggingum. Herbergi með sérbaðherbergi, sjónvarpi og þráðlausu netsambandi. Fjölskylduherbergi í boði. Aðgengi fyrir fatlaða. 

Einnig er boðið upp á gistingu í íbúðarhúsi við hótelið, þar sem eru herbergi með sameiginlegu baði og einu herbergi með sérbaði. Í húsinu er rúmgóð stofa, sólstofa, eldhús, verönd með grilli og heitur pottur. Ókeypis þráðlaust netsamband er í öllu íbúðarhúsinu.

 
Veitingar

Morgunverðar- og kvöldverðarhlaðborð. Borðsalur fyrir allt að 100 manns. Arinn í matsal og í setustofu. Vínveitingar. Bar í borðsal og gestum velkomið að setjast niður með drykki í setustofu eða úti á verönd.

 
Þjónusta, afþreying

Heitur pottur á verönd, eldstæði, bekkir og borð. Góð fundar- og ráðstefnuaðstaða fyrir allt að 50 manns. Gönguleiðir í nágrenninu og aðeins 20 mín. akstur að einu besta skíðasvæði landsins, í Hlíðarfjalli fyrir ofan Akureyri. Næsta sundlaug á Akureyri (15 km). Á Akureyri eru fræðandi og skemmtileg söfn, listagallerí, kaffihús, veitingastaðir og skemmtistaðir. Tveir gofvellir í næsta nágrenni, Jaðarsvöllur á Akureyri (17,5 km) og á Þverá (19 km), rétt fyrir innan botn fjarðarins austan megin. Hestaleiga skammt frá golfvellinum.

Það eru 6 hleðslustöðvar við hótelið þar sem gestir á rafmagnsbílum geta hlaðið bílinn yfir nóttina.

 
Gönguleiðir, íslenski torfbærinn

Sveitahótelið stendur á sléttlendi undir hlíðum Vaðlaheiðar þar sem er gaman að ganga upp og njóta útsýnisins. 13 km utar með ströndinni er minja- og byggðasafnið í Laufási. Þar stendur í túni reisulegur og fallegur íslenskur torfbær og gestir ganga um húsakynni eins og þau voru ríkmannlegust um 1900 (opið yfir sumarmánuðina). Í norðri rís fjallið Kaldbakur; það er ekki lengi ekið að hlíðarrótum þess þar sem bíða fjallgöngumanna freistandi gönguleiðir og mikilfenglegt útsýni.

 
Dagsferðir inn og út með Eyjafirði

Sveitin í dalnum inn af fjarðarbotninum ber sama nafn og fjörðurinn. Eyjafjörður er eitt fegursta og búsældalegasta hérað á Íslandi. Hringferð um sveitina er hæfileg dagsferð frá Sveinbjarnargerði ef fólk gerir ráð fyrir að staldra við öðru hverju, njóta náttúrunnar og gæða sér á því sem íbúar héraðsins bjóða gestum sínum. Frá Akureyri og Hauganesi er boðið upp á hvalaskoðun í Eyjafirðinum. Út með vesturströnd Eyjafjarðar má aka t.d. til þorpsins Dalvíkur og inn Svarfaðardal. Þaðan má aka um Múlagöng og Héðinsfjarðargöng til Siglufjarðar og heimsækja Síldarminjasafnið (100 km frá Sveinbjarnargerði).

 
Foss goðanna, hvalir og náttúrugersemar

Skammt utan við Sveinbjarnargerði beygir vegur 1 austur um skarð yfir heiðarhálsinn ofan við ströndina. Komið niður úr skarðinu í Fnjóskadal og þaðan er ekki langt að aka að Goðafossi, einum kunnasta og fegursta fossi á Íslandi. Frá Húsavík (77 km) eru hvalaskoðunarferðir í boði. Til Mývatnssveitar, þar sem einstök sköpunarverk náttúruaflanna prýða svæðið, eru tæpir 90 km frá sveitahótelinu í Sveinbjarnargerði.

 
Gestgjafi: Sigurður Karl
 

 

í nágrenni