Lambhús á Lambleiksstöðum



Lambhús á Lambleiksstöðum

Í Lambhúsum, hjá bænum Lambleiksstöðum í Hornafirði á Suðaustur-Íslandi, er í boði gisting í 11 fjögurra og fimm manna smáhýsum með eldhúskrók. Lambhús eru við þjóðveg nr.1, 30 km frá þéttbýlinu á Höfn. Tilkomumikið útsýni til jökla og fjalla. Gönguleiðir um stórbrotið land við suðurjaðar Vatnajökulsþjóðgarðs. Fuglaskoðun. Vel staðsett til skoðunarferða um þennan landshluta. Opið frá 1. júní til 15. september. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Bústaður
  • Hefðbundinn búskapur
  • Wi-Fi
  • Eldunaraðstaða
  • Golfvöllur í nágrenni
  • Merktar gönguleiðir
  • Voffi velkominn
  • Hreint og öruggt

Í nágrenni

  • Merktar gönguleiðir
  • Jöklaferðir 15 km
  • Vatnajökulsþjóðgarður
  • Höfn 30 km
  • Jökulsárlón 49 km
  • Bátsferðir á Jökulsárlóni 49 km

Gistiaðstaða

3x4 manna smáhýsi (15 m2) og 8x4 manna smáhýsi með svefnsófa (20 m2). Í öllum smáhýsunum eru tvíbreiðar kojur. Eldhúskrókur með eldavélarhellum, kæliskáp og kaffivél. Baðherbergi með sturtu er í öllum húsunum. Ókeypis þráðlaust netsamband.

 
Veitingar/máltíðir

Gestir sjá um allar máltíðir sjálfir. Ágætir veitingastaðir, þar sem lögð er áhersla á ferskt hráefni úr héraði, eru á nágrannabæjunum Hólmi (Restaurant Fjósið) (1,7 km) og Brunnhóli (2,2 km). Næstu matvöruverslanir á Höfn í Hornafirði (30 km) þar sem eru líka nokkrir góðir veitingastaðir.

 
Þjónusta/afþreying

Leiksvæði fyrir börn. Húsdýr á Lambleiksstöðum: hestar, hænur, gæsir og hundur. Merktar gönguleiðir. Jöklaferðir á Skálafellsjökul (15 km) og kayakferðir á jökullóni við Heinabergsjökul (5 km). Heitir pottar á Hoffelli (18 km). Fuglaskoðun. Friðlandið Ósland og Upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðagarðs á Höfn. Dagsferðir að Jökulsárlóni (48 km), í Skaftafell (103 km) eða í Lón, paradís útivistar- og göngufólks (52 km). Hestaleiga í Árnanesi (24 km). 9 holu golfvöllur, Silfurnesvöllur, hjá Höfn. Næsta þéttbýli með sundlaug, matvöruverslunum, veitingastöðum, ferðaþjónustufyrirtækjum og allri almennri þjónustu: Höfn (30 km).

 
Syðsti hluti Vatnajökulsþjóðgarðs innan seilingar

Lambhús eru miðsvæðis í Hornafirði, standa við þjóðveg nr. 1 þar sem hann liggur um þann hluta sveitarinnar sem nefnist Mýrar. Á þessum slóðum er grösugt flatlendi en nokkrum kílómetrum ofar opnast einstakur og stórbrotinn heimur fjalla og skriðjökla úr Vatnajökli, syðsti hluti Vatnajökulsþjóðgarðs. Næstur Lambhúsum er Fláajökull (10 km). Malarvegur liggur að jöklinum þar sem er vinsælt útivistarsvæði. Á gönguferð að Fláajökli má sjá skýr dæmi um hvernig jökulinn hefur mótað landið á liðnum öldum og auk þess er auðugt fugla- og plöntulíf á þessari ógleymanlegu gönguleið.

 
Göngusvæði, vélsleðaferðir, fjórhjólaferðir

Næsti skriðjökull vestan við Fláajökul er Heinabergsjökull. Að jöklinum liggur malarvegur og í grennd við hann hefur vel búið göngufólk um margar áhugaverðar leiðir að velja. Vestan við Heinabergsjökul er Skálafellsjökull. Í boði eru daglegar vélsleðaferðir með leiðsögn á Skálafellsjökul en við rætur hans eru einnig fallegar gönguleiðir. Af öðrum áhugaverðum stöðum við rætur Vatnajökuls og í grennd við Lambhús má nefna Haukafell, þar sem stunduð hefur verið skógrækt um allangt skeið, og Hoffellsjökul og svæðið í kringum hann.

 
Jökulsárlón, Skaftafell, Höfn, Lón

Lambhús liggja vel til skoðunarferða um suðaustanvert Ísland. Að hinu heimsfræga Jökulsárlóni eru aðeins 48 km akstur í vesturátt og í Skaftafell, einn vinsælasta útivistarstað á Íslandi og einstæða náttúruperlu, eru rétt rúmir 100 km frá Lambhúsum. Sé haldið í austur frá Lambhúsum er áhugavert að staldra við í þéttbýlinu á Höfn, skoða Jöklasafnið og rölta um friðlandið Ósland. Af Almannaskarði, fyrir austan Höfn, er frábært útsýni yfir Hornafjörð og suðurhluta Vatnajökuls. Þar fyrir austan er sveitin Lón (52 km), heillandi staður fyrir þá sem vilja njóta kyrrðar og náttúrufegurðar á göngu um litríkt og stórbrotið landslag.

Gestgjafar: Steinvör og Gunnar.

 

í nágrenni