Kast gistihúsKast gistihús

Gisting í herbergjum með og án baðs miðsvæðis á sunnanverðu Snæfellsnesi á vestanverðu Íslandi, skammt frá mörgum af kunnustu náttúruperlunum í þessum landshluta. Veitingastaður/kaffihús þar sem má gæða sér á sumrin á nýju, heimabökuðu brauði alla daga. Stórt og gott tjaldsvæði. Náttúrufegurð, gönguleiðir, fjölbreytt afþreying og leyndardómar Snæfellsjökuls innan seilingar. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Sér baðherbergi
 • Wi-Fi
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Norðurljósaþjónusta

Í nágrenni

 • Hestaleiga
 • Lýsuhólslaug 200m
 • Snæfellsjökull
 • Ólafsvík 30km
 • Kast er við veg 54
 • Golf við Langaholt 7 km og Ólafsvík 30 km

Gistiaðstaða

Herbergi með og án sérbaðherbergi. Gengið er utan frá inn í stærri herbergin, með sérbaðherbergi, en minni herbergin nýta sameiginlegan inngang, tvö og tvö, og deila saman baðherbergi, tvö og tvö. Svefnpokapláss í 2 herbergjum með eldunar- og snyrtiaðstöðu. Frá gistihúsinu er fallegt útsýni til hafs og til jökulsins.

Þjónusta

Í veitingasal, sem rúmar 50 manns, er boðið upp á ýmsa létta rétti og kræsingar sem búnar eru til frá grunni í eldhúsi Kasts. Staðgóður morgunverður kl. 7-10 alla morgna. Ljúffengur hádegisverður kl. 11-13. Hægt að panta rétti dagsins til kl. 20:00 alla daga. Einnig er hægt að panta nesti og taka með úr eldhúsi.
Stórt og gott tjaldsvæði með góðri snyrtiaðstöðu og hægt að kaupa aðgang að þvottavél og þurrkara. Hægt er að kaupa nettengingu í móttöku. Ókeypis nettenging í almenningsrými. Kolagrill. Rafmagnstenging fyrir húsbíla og fellihýsi.
Hestaleiga á staðnum; riðið með leiðsögumanni um nágrennið í 1 til 3 klst. Veiðileyfi í ánni Lýsu (lax, silungur, sjóbirtingur).

Afþreying

Sjóstangaveiði frá Arnarstapa. Reiðhjólaleiga og ferðir á Snæfellsjökul hjá Snjófelli á Arnarstapa (30 km). 9 holu golfvöllur, skemmtilegur sandvöllur, í Langaholti (7 km) og 9 holu völlur, Fróðárvöllur, í Ólafsvík (30 km). Hvalaskoðunarferðir með Sjóferðum frá Ólafsvík (30 km). Kjörlendi fyrir fuglaáhugamenn, við vötn og tjarnir og í klettum og hömrum við sjávarsíðuna. Hjá gistihúsinu er sundlaug, Lýsuhólslaug, með náttúrulega heitu, steinefnaríku ölkelduvatni, beint úr jörðu, sem talið er bæði hollt og græðandi.
Önnur næsta útisundlaug, með 57 m vatnsrennibraut, er í bænum Stykkishólmi innarlega á norðanverðu Snæfellsnesi (64 km). Næsta þéttbýli með verslunum og annarri þjónustu við ferðafólk: Ólafsvík (30 km).

Búðir, Arnarstapi, Hellnar

Að Þjóðgarðinum Snæfellsjökli eru 30 km. Leiðin liggur um fallegar slóðir meðfram ströndinni með blátt haf á aðra hönd og grænar grundir og tignarleg fjöll á hina. Frá Búðum (15 km) er fallegt útsýni og gaman fyrir börnin að taka á sprett í hvítri sandfjörunni og safna skeljum og steinum. Arnarstapi er lítið þorp við ströndina í vesturjaðri þjóðgarðsins; þaðan er gönguleið meðfram stórbrotinni klettóttri ströndinni vestur að Hellnum.

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull

Sérstaða þjóðgarðsins felst í nálægðinni við sjóinn þar sem víða má finna minjar um gamlar verstöðvar, vitnisburð um harða lífsbaráttu á þessum slóðum á fyrri öldum. Yfir þjóðgarðinum trónir hinn mikilfenglegi Snæfellsjökull, sveipaður dulmagni og orku. Á sumrin eru í boði frá Arnarstapa daglegar snjósleða- eða troðaraferðir á jökulinn, allt frá því snemma að morgni og þar til seint á sumarkvöldi þegar miðnætursólin, ef heppnin er með, gerir viðdvöl við jökultindinn að ólýsanlegri upplifun.

Hringferð um jökulinn eða um Snæfellsnes

Hægt er að aka frá Kasti til Ólafsvíkur og þaðan í hringferð umhverfis Snæfellsjökul meðfram sjávarsíðunni. Annar vegur, milli Arnarstapa og Ólafsvíkur, um svonefndan Jökulháls og á kafla rétt neðan við jökuljaðarinn, er opinn öllum bílum á sumrin. Hringferð frá Kasti um Snæfellsnes er hæfileg dagsferð á bíl. Þá má t.d. aka í vestur fyrir nesið með jökulinn á hægri hönd, til Ólafsvíkur og halda síðan inn eftir norðurströndinni meðfram Breiðafirði. Eftir viðkomu í Stykkishólmi og heimsókn t.d. í Eldfjallasafnið er ekið suður yfir nesið um svonefnda Vatnaleið og aftur til baka að Kasti.

Gestgjafi: Lydía Fannberg

 

í nágrenni